Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 30

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 30
30 ENGLAND. ræðum og riti, og kváðu mál komið að fara að dæmi Brasiliu og koll- varpa konungdæminu. Konungur gæti ekki annað afrekað en veslazt upp af ofáti. Konungur og drottning þorðu ekki um tíma að láta sjá sig á strætum úti. Loks fengust menn til að skipa ráðaneyti og samningnum var sagt upp, en hvorirtveggju lofuðu að að láta allt kyrrt liggja i Af- riku fyrst um sinn. Hafði verið ráðgjafalaust í mánuð. Stanley var fagnað eins og konungi er hann kom heim til Englands á öndverðu árinu 1890. Hann var i ótal veizlum, hélt ótal ræður, var gerður heiðursborgari hingað og þangað, og eggjaði Englendinga að láta ekki hluta sinn fyrir Þjóðverjum. í Lundúnum var haldin sýning mikil, og var þar sýnt allt, er hann hafði meðferðis á glæfraferð sinni, uppdrætt- ir af héruðum þeim, er hann fór um. og sýnishorn af afrakstri þeirra o. s. frv. Hinn 12. julí hélt hann brúðkaup. Hann og málariun Dorothy Tennant voru gefin saman í Westminster Abbey, og voru brúðargjafirnar mikilfengar. Hefðarfrú ein gaf honum 200,000 krónur. Gufuskip, sem á að setja á Nilvötnin og kalla Dorothy eptir henni, var keypt með sam- skotum. Svo mikil ös var fyrir kirkjudyrum, að úrum var stolið, kjólalöf voru klippt af mönnum og jafnvel snmum brúðargjöfunum var stolið. Því næst fór Stanley einn ferða sinna með konu sinni og skirrtist mannkvæmi; kvaðst hann heldur vilja „trampa" 1000 mílur en koma í fleiri veizlur. Síðan fór hann til Ameríku og hélt þar ræður. Yar þá borið á hann, að hann hefði verið grimmur og harðleikinn á Afrikuferðum sinum, en hann bar sakir á Jameson og Barttelot, sem voru dauðir. Jameson hefði horft á að mannætur ætu mann, og Barttelot hefði sjálfum verið að kenna að hann var skotinn af fylgdarmönnutn sínum. Yið árslok var komið svo að talað var um málsókn; en vonandi er að þetta verpi engum myrkva á frægðarljóma Stanleys. Victoría drottning ætlaði að gera hann að að- alsmauni, en hann bað sig undanþeginn þeirn heiðri. Verkmannafélögin (Trades Unions) á Englandi héldu ársfund sinn um haustið 1890 í Liverpool. Fulltrúar l*/2 miljónar verkmanna komu á fundinn, og meðal þeirra Johu Burns sá, er var fyrirliði hins mikla verk- falls i Lundúnum 1889. Blöðin prentuðu allar umræður á þessum fundi, eins og þær væru frá þinginu i Lundúnum. Meðal annars samþykktu þeir, að 8 tíma vinna á dag skyldi lögboðin, ef þess væri unnt. Sjálfstæði enskra verkmanna stendur á gömlum merg, og er ekki spá- nýtt, eins og sjálfstæði þýzkra verkmanna. Fyrir 300 árum, á dögum Elísabetar drottningar, voru verkmeun verndaðir með lögurn á Englandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.