Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 38

Skírnir - 01.01.1894, Page 38
38 Mannalát. ínu ÁsgeirBdóttnr, dbrm. 4 Lundnm, Pinnbogasonar. Á meðal barna þeirra eru Ásgeir, héraðslæknir á Húsavík, Björn, cand. theol., og Sigriður, kona séra Bjarna Þorsteinssonar á Hvanneyri í Siglufirði. LárnB sýslumaður var höfðinglegur ásýndum, drenggkaparmaður mikill, röggsamt og sköru- legt yfirvald, og manna vinsælastur. Söngmaður var hann ágætur sem þeir frændur fleiri. Heimili þeirra hjóna var nafnkunnugt um land allt fyrir frábæra rausn og örlæti. Hjörtur Jónsson, læknir, andaðist í Stykkishólmi 16. apríl (f. á Krossi í Landeyjum 28. apríl 1841). Hann var sonur Jóns prests Hjörtssonar, síðar á Gilsbakka, og fyrri konu hans, Kristínar Þorvaldsdóttur, prófasts Böðvarssonar. Hann var útskrifaður úr Keykjavíkurskóla 1862, tók próf við læknaskólann 1865, var settur héraðslæknir i syðra læknisumdæmi vesturamtsins s. á., en fjekk veitingu fyrir því 1867 og þjónaði því til dauðadags. Hann átti Hildi (f 1878) Bogadóttur, sýslumanns Thoraren- sens, og siðar Ingibjörgu Jensdóttur, rektors Sigurðssonar. Hann var mjög ötnll læknir og heppnuðust lækningar vel. Hann var fjörmaður, dreng- lyndur og vinfastur Erlendis, hér i álfu, dóu þetta ár tveir nafnkunnir menn, íslenskir, og skal þeirra hér getið: Jón Aðalsteinn Sveinsson, málfræðiskennari, andaðist í Kaupmanna- höfn 1. febr. (f. á Klömbrum i Þingeyjarsýslu 1. maí 1830). Foreldrar hans voru Sveinn Níelsson, síðar prófastur, og fyrri kona hans, Guðný Jónsdóttir, prests á Grenjaðarstað. Hann útskrifaðist úr Reykjavikur- skóla 1853, stundaði málfræði við háskólann, en tók ekki embættispróf, varð 1862 kennari við latínuskólann í Nýkaupangi á Palstri, en kaus sér lausn 1872, er kennurum við þann skóla var fækkað. Veturinn 1878— 1879 var hann settur kennari við Reykjavíkurskóla. Hann var búinn á- gætum námsgáfum, einkuin á tungumál. Á bókmenntum Prakka hafði hann einkum miklar mætur, og var manna best að sér í tungu þeirra og hókvísi. Hann var prúðmenni og vel látinn. Hann dó ókvæntur og barn- laus. Ólafur Ounnlaugsson, Dr. phil. andaðist í París 22. júlí (f. i Reykja- vik 20. janúar 1831). Hann hét fullu nafni Olafur Bjarni Werner Luðvig. Foreldrar hans voru Stefán Gunnlaugsson, land- og bæjarfógeti, og fyrri kona hans, Ragnhildur, dóttir Benedikts Gröndals yfirdómara. Ólafur var fyrst settur til mennta í Sóreyjarskóla í Danmörku, en var útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1848, og sigldi síðan til háskólans, en hætti nokkru sið-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.