Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Blaðsíða 1

Skírnir - 01.01.1894, Blaðsíða 1
Skýrslur og reikningar félagsins 1894, m. m. Bækur þær, er félagið liefir geflð út 1894, og látið útbýta meðal fé- lagsmanna fyrir árstillagið, 6 kr., eru þessar: SöluverS. Skírnir (um árið 1893)................................ 1 kr. 50 aur. Tímarit XV. árg.....................,.................3 — „ — íslenzkar ártíðaskrár 2. hepti........................2 — „ — íslenzkar gátur, þulur o. s. frv. V. hepti (víkivakar). 5 — „ — Samtals 11 kr. 50 aur. A ársfundi Reykjavíkurdeildarinnar mánudaginn 9. júlí 1894 var lagð- ur fram endurskoðaður reikniugur deildarinnar fyrir 1893 og ágrip af reikningi Hafnardeildarinnar fyrir sama ár. í stjórn voru þeir kosnir, er segir hér að aptan; endurskoðunarmenn endurkosnir, og í ritnefnd Tíma- ritsins 1895: Steiugrímur Thorsteinsson adjunkt, Kristján Jónsson yfir- dómari, Björn Jónsson ritstjóri og Pálmi Pálsson cand. mag. Stjórninni falið að útvega Skírnisritara næsta ár. Á ársfundi Hafnardeildarinnar s. á. 26. maí skýrði forseti að venju frá aðgjörðum deildarinnar og ástandi á síðastliðnu ári. í stjórn voru þeir kosnir, er segir hér á eptir. í árslokin tókst Hafnardeildinni að jafna ágreining þann, sem verið hafði milli hennar og dr. phil. Jóns Þorkelssonar í Kaupmannahöfn, er vinnur að útgáfu íslenzks fornbréfasafns fyrir félagið, en þessi ágreiningur hafði valdið því, að fornbréfasafnið varð ekki gefið út á árinu. Dr. Jón ÞorkelsBon hafði neitað að lesa prófarkirnar að sínu verki framvegis, nema hann fengi sérstaka þóknun fyrir það starf, en deildin varð að halda því fram gagnvart honum, að þar sem hér væri einkum um það að ræða, að sýna á prenti forn skjöl og skrár, væri prófarkalesturinn einn, og það veru- legur hluti, af vinnu þeirri, er hann hefði tekizt á hendur og þegið styrk fyrir af opinberu fé, þar sem afskrifari þessara skjala mætti eigi á nokk- urn hátt treysta til fulls afskriptum sínum, heldur yrði einn eða fleiri að bera prófarkiruar saman við sjálf skjölin, svo að trygging væri fyrir, að rétt yrði prentað og útgáfan viðunandi. í skriflegum samningi játaðist dr. Jón ÞorkelBson nú undir þær skuld- bindingar gagnvart deildinni, er hún hafði farið fram á, Sklrnlr 1894. a

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.