Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 10

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 10
10 Gríska stríðið. legum ummælum, að ef í ófrið slægi, skyldi þeir, sem fyrst ryfl friðinn aldrei neinn landauka fá, hvornm sem betur vegnaði. Þannig leið fram í apríl, og juku bæði Tyrkir og Grikkir liðssafnað sínn. Hershbfðingjar hvorutveggja gerðu alt sem þeir máttu, til að halda liði sínu í Bkefjum. Bn það var örðugt verk fyrir Grikki. Fjöldi af sjálfboðaliði flyktist að landamærunum, einkum talsvert lið búið út og sent af stað af Þjóðvinafélaginu gríska („Bþnike hetairia"). Það lið hafði ekki einkennisbúning gríska liðsins og forðaðist að verða á vegi reglulega hersins, heldur hélt það sig norðar og 6ð inn yfir landamærin, réðst á Tyrki (8. og 9. apríl) og náði af þeim nokkrum herstöðvum, en var skömmu síðar hrakið suður aftur við talsvert mannfall. Foringjar Grikkja gerðu alt, sem þeir framast máttu, til að forðast, að neitt af herliðinu reglulega slægist í lið með þessum lausa-flokkum. Þeir vissu, hvað það gilti, að brjóta boð stórveldanna og verða fyrri til friðrofa. Því var þeim um að gera, að enginn grískur hermaður eða fyrirliði tæki þátt í þessu. Alt um það báru Tyrkir sig upp undan því, að grískir foringjar og hermenn tækju þátt í árásum þessnm; en Grikkir neituðu að það væri neitt hæft í því. Þóttu þar háðir aðilar jafnvísir til að ljúga og því hvorugum gott að trúa. Loks þótti Tyrkjum svo úr hófl keyra árásir þessara grísku lausaflokka inn í land sitt, að þeir lýstu yfir því að þeir álitu þetta hernað hafinn á hendur sér, og huðu hershöfðingjum sínum að hefja ófrið. Bæði Grikkir og Tyrkir kendu hvorir öðrum um upptökin, og mun það sönnu næst, að tyrkneski herinn varð fyrri til en her Grikkja að hefja ófriðinn, en að herflokkar Þjóðvinafélagsins gríska, sem eigi heyrði að nafninu hernum til, höfðu í raun réttri byrjað ófrið gegn Tyrkjum. Þegar í fyrstu urðu Tyrkir sigursælli. Eftir nokkurra daga Bókn náðu þeir Melúna-skarði í fjöllunum á norðurlandamærum Þessalíu, og urðu þá Grikkir að hörfa suður á hóginn til Larizza, helztu borgarinnar í Þcssalíu. Þar réðust Tyrkir á þá á Langafrjádag og var þar barizt frá dögun til miðaftans. Grikkir vörðust vel eftir atvikum, en við mikið ofarefli liðs var að etja. Um kveldið, er orustu linti, höfðu Tyrkir náð Deliler, kletthæð og góðu vígi utan við borgina. En næsta morgun, er Tyrkir réðust á hana, var hún varnarlaus. Herinn gríski hafði allur flúið í æði sem fætur toguðu um nóttina. Krónprinsinn, sem hafði yfir- forustuna á hendi, gerði alt, sem auðið var, til að hefta flóttann, en það

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.