Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 23
Þjóðvcrjaland.
23
miklu minni gaum en áður; er svo að sjá, sem keisarinn uggi ollu síður
ófriðarvon úr þeirri átt heldur en áður. Hinsvegar er auðsætt á mörgn,
að Vilhjálmi keisara er illa við þegna ömmu sinnar og alt hennar mikla
brezka veldi. Á þessu ári var hátíðlegt haldið 60 ára stjórnarafmæli
Viktoríu drotnlngar og sýndu sem von var allir þjóðhöfðingjar heimsins
lotningar- og vináttumerki við það tækifæri, og þeir ekki sÍBt, er henni
voru nákomnir að ætterni eða tengdum; en auk þess tóku menn sérstak-
lega eftir hversu Franz Jósef Austurríkiskeisari lét sér umhugað um, að
heiðra þessa sæmdarminning drotningarinnar. Því fremur veittu menn
því þá hinsvegar eftirtekt, að Vilhjálmur keisari, sem er dóttursonur
Viktoríu gerði svo litið, sem hann framast gat til sæmdar ömmu sinni á
hátíð þessari. Til að vera við hátíðahaldið sendi hann fyrir sína hönd
Hinrik bróður sinn; sigldu þeir yfirum til Englands á einum járnbarða,
30 ára gömlum, — fleiri skip vóru ekki í þeirri för, og sjálfur kom
Vilhjálmur hvergi nærri; vakti þetta almenna eftirtekt og umtal i blaða-
heiminum um öll lönd.
Um það þarf engum getura að leiða, hvað valda muni fæð þeirri, er
Vilhjálmur leggur á Bretland og alt, sem brezkt er. Það er öfund hans
yfir hinu víðlenda nýlenduveldi Breta og lag þeirra á að þenja verzlun
sína út um allan heim.
Eins og vikið var á í Skírni í fyrra, hafa Þjóðverjar mjög lagt sig
fram um að vinna lönd í öðrum heimsálfum og koma npp þýzkum nýlend-
um, en það er í því skyni gert, að auka markað þýskum varningi; en
Þjöðverjar hafa gerst mikil iðnaðarþjóð hin síðari ár og eru teknir að
keppa sumstaðar við Breta með allgóðum árangri með varning sinn. Ný-
lendu stjórninheíir þð þótt fara þeim misjafnlega úr hendi; þykir þar kennahjá
þeim ofmikils embættisvasturs og skriffinsku eins og títter heimaíÞjóðverja-
landi, en slíkt kemur sér hvergi ver en í nýlendum. Þar kunna Englendingar
betri tök á, láta þeir jafnan sem minst kveða að íhlutun ríkisstjórnar og
ríkis embættismanna, en láta nýlendur sínar annast mál sín sem mest
sjálfar; hanga ekki að nauðsynjalausu fast í dauðum lagabókstaf eða úr-
eltum fyrirmælum, en finna jafnan einhver framkvæmileg ráð til að veita
vilja almennings framgang. Þykir oft einkennilegt hversu Englendingar
losa sig undan bókstafsoki laganna, með teyg-góðum lagaskýringum.
Ein afleiðingin af hinni miklu viðleitni Þjóðverja til að stofna nýlend-
ur og eignast nýjar verzlunarstöðvar sem víðast um heim er sú, að keis-
arinn lætur sér um engan hlut svo ant, sem að auka herflota sinn, enda