Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 1

Skírnir - 01.01.1906, Side 1
Skírnir 1906. Kristján konungur IX. Konungur vor, Kristján hinn níundi, andaðist í aðseturs- höll sinni Amalíuborg mánudaginn 29. jan. kl. 3,io eftir hádegi. Konungur hafði fyrri hluta dags frá kl. 11—1 veitt fjölda manna viðtal, voru síðastir í þeim hóp 25 verkamenn og undirforingjar frá herskipasmíðastöðinni, sem konungur sæmdi heiðursmerki fyrir 25 ára dygga þjónustu. Var konungur ern og hress að vanda, og hafði gamanyrði á vörum við hvern einstakan í hópnum. Konungur settist síðan að morgunverði, en á eftir kendi hann lasleika, sem hann þó taldi óverulegan. Læknir- inn, sem í höllinni bjó til þess að vera jafnan til taks, hugði það vera þreytu eftir áreynsluna um morguninn og réð konungi að hvíla sig stundarkorn. Konungur hallaði sér þá út af á legubekk, og ágerðust þá heldur sárindin fyrir brjóstinu, og kvaðst hann þá vilja ganga til hvílu til þess að jafna sig betur, gekk hann óstuddur til svefn- herbergis og þáði eigi neina hjálp til þess að afklæðast. Þá var klukkan um 2 x/2 er konungur var afklæddur. Af börnum hans og niðjum var Dagmar keisaradrotning þá ein stödd hjá honum, var henni eigi vel rótt og settist hún í næstu stofu og hafði opnar dyr á milli. Kl. 3 heyrði hún föður sinn draga þungt andann, og gekk hún þá að rúmi hans, hann mátti þá eigi mæla, en þrýsti fast hönd dóttur sinnar. Þegar læknirinn kom að rétt á eftir, var konungur í andarslitrunum. Banamein konungs var talið að vera hjartaflog. 1

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.