Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 4

Skírnir - 01.01.1906, Side 4
4 Kristján konungur IX. Skírnir. Vilhjálmur hertogi hafði falið Friðrik konungi VI á hendi fjárhald sona sinna. Konungi var það og allskylt mál, því að þeir voru svilar Vilhjálmur og konungur. Nú var Kristján prins heitinn í höfuðið á Kristjáni Friðrik, er um stund hafði heitið Noregskonungur og síðar varð Kristján VIII, og höfðu þau hjónin veitt sveininum guð- sifjar. Það atvik mun einna mestu hafa um það ráðið að sveinninn kom til fósturs í Danmörku, því að Kristján Friðrik krónprins kvað eigi annað hlýða, en að nafni sinn yrði danskur borgari og undir það búinn að ganga í þjónustu Danmerkur. Friðrik konungur tók þá sveininn til Kaupmanna- hafnar 13 vetra, réði hann því að Kristján ungur gekk í landhersskólann, en mælt er að sjálfur hann hafi heldur kosið að verða sjóliðsforingi. Foringjanafnbót fékk hann í hernum strax eftir ferminguna, en þá var hann 17 vetra. Nokkru síðar fékk hann bústað í Gulu-höllinni í Amalíu- götu, þar sem iiann svo bjó full 25 ár, fram á fyrstu konungsár sín. Friðrik konungur hafði mestu mætur á Kristjáni prins. Eigi varð konungi sona auðið með drotningu sinni, er á legg komust — lifðu ekki nema 2 dætur af 6 börnum — og lét hann oft orð falla urn það að slíkan son hefði hann sér kosið, sem Kristján var. Árin 1837 og 1838 fór Kristján prins tvær ferðir til Englands fyrir konung til að fagna drotningunni ungu, og vera við krýning hennar. Var Kristján prins árinu eldri en Viktoría. Einn af tignarhöfðingjum Danmerkur á þeim árum var Vilhjálmur landgreifi frá Hessen. Hann var kvæntur systur þeirra Kristjáns VIII og Ferdinands prins, en þau voru börn Friðriks rikisarfa Friðrikssonar V, en Frið- rik ríkisarfi var hálfbróðir Kristjáns VII. Vegna þessara námægða við dönsku konungsættina var landgreifasonurinn frá Hessen háttsettur hershöfðingi hjá Dönum, enda talinn hinn nýtasti og skörulegasti maður, bjó hann síðari hluta æfi sinnar í Kaupmannahöfn og andaðist þar níræður 1867.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.