Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 9

Skírnir - 01.01.1906, Page 9
Skírnir. JCristján konungur IX. 9 að hann mundi kynsæll verða, áttu þau hjón þá 4 börn, synina Friðrik (f. 1843) og Georg (f. 1845), og dæturnar Alexöndru (f. 1844) og Dagmar (f. 1847). Kristján prins hafði lítið haft sig frammi og þjóðernismennirnir dönsku sættu sig ekki vel við hinn þýzka uppruna hans, en þeir sem hann þektu, vissu að liann var drengur hinn bezti. Það mun hafa verið álitið að eftir erfðalögum sjálfs kon- ungsríkisins stæði Friðrik af Hessen næstur og þá systir hans Lovisa kona Kristjáns prins. Því var það, er kjörið lenti á Kristjáni með Lundúna-samþyktinni 1852 og grund- vallarlaga-breytingunni á ríkiserfðum árið eftir á ríkis- þingi Dana, að Friðrik prins afsalaði sínum rétti í hendur systur sinni, en hún aftur til manns síns, og í annan stað fékst afsal Rússakeisara sem áður er getið. Þau systkin stóðu það nær erfðum en Kristján prins sjálfur, að móður- faðir þeirra var konungsson, eins og áður er skýrt frá. Ráðstöfun þessi var auðvitað gerð með samþykki ríkisarfans, sem var Ferdinand, föðurbróðir konungs, og hlaut nú hinn væntanlegi arftökumaður þeirra beggja nafnið Danmerkur-prins. A ríkisþinginu danska risu engin andmæli gegn kon- ungsvalinu, en hitt reyndist mjög torsótt og varð tvisvar að slíta þingi til þess að fá þeirri breytingu á komið, að framvegis væru karlerfðir einar gildar í danska ríkinu, en það ákvæði þótti nauðsvnlegt til þess að tryggja sér betur Hertogadæmin. Lítil breyting varð þó á lífi konungsefnis. Þeir Friðrik VII áttu eigi skap saman, og margt var það í liáttum og heimilislífi konungs, sem þeim hjónum gat eigi geðjast að. Konungsefni fekk fyrst sæti í leyndar-ríkis- ráðinu 1856. Honum var beinlínis bolað frá allri veru- legri hluttöku í stjórnmálum. En nokkrar ferðir fór hann í konungs erindum til höfuðborga Evrópu til að flytja kveðjur og heillaóski]-. Honum bauðst árið 1859 að gerast landstjóri í Hertogadæmunum, þegar svili hans Blixen- Fineeke barón sat í hinu skannnæa ráðaneyti vinstrimanna, en hann þáði eigi; vildi eigi sem konungsefni bendlast

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.