Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 11

Skírnir - 01.01.1906, Side 11
Skirnir. Kristján konungur IX. 11 Kristján konungur tekur yið nóvember-grundvallar- lögunum óstaðfestum. Friðrik VII hafði tekið helsótt sína, er frá þeim var gengið á alríkisþinginu. Hinn nýi kon- ungur hafði ímugust á lögunum og sá betur en aðrir til hvers þau mundu leiða. Hann dró staðfestinguna til 18. nóv-, en lét þá eftir, þar sem beint lá við upphlaupi í Kaupmannahöfn. Blöðin sem þá bar mest á, fóru eigi dult með vantraustið á konungi. Þegar ófarirnar komu svo í ófriðinum 1864 og landamissirinn, þá galt konungur þess hjá þegnum sínum, svo ómaklegt sem það var. Konungur tók sér nýtt ráðaneyti við áramótin, Monrad tók við af Hall, til þess að afstýra voðanum með því að kippa aftur nóvember-lögunum, en tíma þurfti til þess að koma því löglega í kring, og Bismarck sá um það, að eigi yrði af því. Hann hirti eigi um éldri samninga og skuld- bindingar. Víkingar fara eigi að lögum. Konungur kom nokkrum sinnum á vígvöllinn og sýndi af sér frábært hugrekki og hina mestu hjartagæzku. Konungur mun til síðustu stundar hafa alið vonarneista i brjósti um það, að alríkið gæti haldist í einhverri mynd, og því eigi stutt að skiftingu Slésvíkur, sem kostur var á í vopnahlénu, á Lundúna-fundinum vorið 1864. Eftir ósigurinn kom hin óheppilega endurskoðun grundvallarlaganna 1866: Lítið brot þjóðarinnar skipaði fulltrúana í landsþinginu og því gat hin langa minni hluta stjórn komist á í Danmörku, sem svo lengi spilti vinsældum konungs hjá vinstrimönnum. Sú íhalds- eða afturhalds stefna sem kom fram í endurskoðun grundvallár- laganna, og var arfur frá alríkislaga-smíðinu, heflr senni- lega verið að skapi konungs, þótt eigi hefði hann sig þar frammi. Mjög vel gazt Dönum aftur að því, er Friðrik kon- ungsefni festi sér 1869 norræna konu, Lovísu dóttir Karls XV Sviakonungs, og þrem árurn áður giftist Dagmar keisarasyninum í Rússlandi, og jók það mjög veg hinnar ungu konungsættar.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.