Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 12

Skírnir - 01.01.1906, Page 12
12 Kristján konungur IX. Skírnir. Skömmu síðar var það, að Kristján konungur vann þjóð sinni hið bezta verk og mest reyndi á stjórnvizku lians, er Frökkum og Þjóðverjum laust saman í hinum mikla ófriði 1870. Napóleon keisari leitaði bandalags við Dani, og engin furða að þá fýsti að leggja í stríðið, og á keisaranum bygðu þeir helzt vonir sínar að ná aftur Norður-Slésvík. Mest mun það konungi að þakka, að þeim voða varð afstýrt. Auðvitað var það í skjóli konungsvaldsins, að minni hluta stjórn hægri manna gat haldist svo lengi i Danmörku. En þess er að gæta, að konungur var alinn upp í einveldinu; þrítugur maður, er því létti af. Mestu mun þar þó hafa ráðið, að hægri menn börðust fyrir sem öruggustum og rækilegustum hervörnum, og var konungur þeim af alhuga fvlgjandi og taldi þær nauðsynlegar til að varðveita sjálfstæði þjóðarinnar. Svo kom loks stjórnarfars-breytingin 1901 og meiri hlutinn fékk ráðin. Allir viðurkenna nú, og flestir enda meðan baráttan var háð, hinn góða vilja konungs. Hægt og hægt varð hann samgróinn þjóð sinni og náði virðingu hennar og kærleika. Seinustu árin var hann beint dýrlingur þjóðarinnar. Heimilislíf lians var alla æfi hin fegursta fyrirmynd. Uppeldi barnanna alveg frábært. Lovísa drotning var hin mikilhæfasta kona. Hún andaðist 29. sept. 1898. Konungur vor var göfugmenni í sjón og raun, mildur mannvinur, hreinn og beinn i lund, þoldi ekki lygar og fals. Hjá gömlu hjón- unum komu saman á sumarhöll þeirra Fredensborg börnin og barnabörnin árlega, og þjóðin fagnaði þvi að eiga fyrir konung hinn hávirta konungaföður Evrópu. í síðastliðnum nóvember lifði hann þá gleðistund að kveðja sonarson sinn, er hann fór alfari til að taka konungdóm í Noregi. Var það þakkað viturlegum ráðum þeirra feðga, konunga vorra, að framkvæmd þess ráðs varð með þeim hætti, að eigi dró til ófriðar með Svíum og Norðmönnum. Upphaf ríkisstjórnar Kristjáns konungs varð með litlum vinafagnaði og miklum missi. Við æfilokin lofa hann

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.