Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 14

Skírnir - 01.01.1906, Page 14
14 Kristján konungur IX. Skirnin. og eftir landskjálftana 1896 voru að lians hvötum og drotn- ingar skipaðar samskotanefndir í Kaupmannahöfn, gáfu þau hjónin stórfé og konungsættin að auki. Alls voru sam- skotin úr Danmörku í bæði skiftin yfir 250,000 kr. I þessu riti má þá sízt gleyma því, að konungur vor var verndari Bókmentafélagsins og gaf því alla sína stjórnar- tíð árlega 400 kr., og er það mikið fé á 42 árum. A 1000 ára hátíðinni hét konungur vor því, að hann skyldi sjá um, að börn sin lærðu íslenzku. Núverandi konungur vor Friðrik VIII mun og eitthvað hafa lært 1 íslenzku, sem skiljanlega hefir þó verið fremur lítið, þar sem hann þá var orðinn fullorðinn maður. Aftur hefir elzti sonur Friðriks konungs, Kristján konungsefni, lært til muna í íslenzku. Hann er og hinn fyrsti prins af kon- ungsættinni dönsku, sem tekið hefir stúdentspróf. Andlátsfregn konungs vors barst hingað til Reykja- víkur kveldið eftir lát hans, með Marconi-skeyti, og á sama hátt varð hér kunnugt um útför lians. Skólamenn héldu sorgarathöfn til minningar um andlát hans, 5. dag febr. i hinum almenna mentaskóla, og voru þar sungin minningarljóð eftir Steingrím rektor Thorsteinsson. A margan annan hátt hefir hins ástsæla konungs verið minst hér, og verður minst út um landið. Daginn sem hann var kórsettur í Hróarskeldu, sunnudaginn 18. febr., var sorgarguðsþjónusta haldin i kirkjum bæjarins, og útfarar- innar var og minzt í kirkjum hér nærlendis. Utför hans hefir verið hin allra tilkomumesta, og með einlægustum kærleiks og virðingar söknuði yfir öðlingnum látna, sem nokkru sinni hefir farið fram í heiminum. Þar vorum vér íslendingar og með hugann, og skáldið hefir fagurlega túlkað vorar hugsanir í minningaiijóðunum „Hann elskaði land vort og ljúft vor bætti kjör; vors lands mun fylgjnn ósén hans verða í jarðarför, og konungs kistu viður hún kveðju flytur hljótt: Sof, Kristján, kongur góði, þeim hinzta svefni rótt“. Þóbh. Bjabnakson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.