Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 15

Skírnir - 01.01.1906, Side 15
Skilnaður. Fyrir rúmum 30 árum fór faraldur um Sólheimasveit. Hann hafði borist með Norðanfara. Engum lifandi manni hefði getað komið til hugar, að það Norðaufara-blað hefði getað jafn-miklu til vegar kom- ið, eins og raun varð á, jafn-meinleysislegt og lítilmótlegt og það var orðið, þegar það barst áskrifandanum í hend- ur, eitthvað þrem mánuðum eftir prentun. Upphafiega hafði ritstjórinn sent það á stað með frem- ur skillitlum ferðalang. Maðurinn var orðinn blindfullur,. áður en hann komst af Akureyri, og týndi blaðinu á fyrsta bænum, sem hann kom á. Þriggja ára barn fann það og því þótti það furðu-hentugt til þess að róta með þvi í öskutrogi. Blaðið var tekið af barninu og sent á stað — langt úr leið. Það lagði hvað eftir annað alveg furðu- legar lykkjur á leið sína. Stundum íiuttist það yzt út á annes, stundum inst inn í afdali. En fyrir einhver rík og dularfull örlög komst það á endanum þangað, sem því hafði verið ætlað að komast. Þá var búið að misþyrma umbúðunum svo með lang- vinnum núningi og öllum tegundum af óhreinindum, að ekki gátu nema allra-sjónskörpustu menn ráðið í utaná- skriftina: »Herra óðalsbóndi, hreppstjóri og meðhjálpari signor Þorlákur Þorláksson í Sólheimum«. Norðanfari dró ekki úr virðingartitlum. I þessu Norðanfara-blaði var bréf frá íslendingi í Vesturheimi. Hann sagði frá ýmsu, sem hann hafði orðið áskynja um í einni af stórborgum Bandaríkjanna: að húsin

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.