Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 20

Skírnir - 01.01.1906, Side 20
20 Skilnaður. Skírnir. orðið alveg- víst og áreiðanlegt, að hann lenti aldrei á sveitina. í Stóradal þar í sveitinni var systir Egils, gift efna- kona. Hjá henni var Signý gamla, móðir þeirra. Hún hafðist þar ekki við fyrir þá sök, að hún viidi helzt vera hjá dóttur sinni. Þær mæðgur áttu ekki vel skap saman. Og Agli hafði Signý gamla unnað mest allra barna sinna. Þau voru nú öll dáin, nema þessi tvö systkin. Signý var í Stóradal fyrir þá sök eina, að Egill gat ekki staðið straum af henni og fyrir ýmsra hluta sakir ekki látið fara jafn-vel um hana, eins og þau systkin vildu bæði. En eini fögnuðurinn í lífi Signýjar gömlu var nú orðinn sá að hitta son sinn. Hann kom einstöku sinnum að Stóradal á sunnudögum. Og svo fór hún einn sunnudag á ári um hásumarið i orlof sitt út að Sólheimakoti, þegar kaupstaðarferðir voru nýafstaðnar. Hún færði þá börnum Egils stóra ströngla af rauðu kandíssykri. Þeir molar voru þegnir með meiri ánægju og betra geði en hin dýrustu djásn með stórmennum. Og Sigríður bakaði handa henni pönnukökur og eldaði handa henni þykkan búsgrjónagraut með rúsínum og gaf henni mestmegnis rjóma út á. Til þeirrar orlofsferðar hlakkaði Signý alt árið. Hún var harðánægð, þó að Egill hefði öðru að sinna mikið af tímanum, meðan hún stóð við, og Sigríður yrði að vera frammi í bæ við eldamenskuna, og börnin nentu ekki að sitja hjá henni inni í dimmri og moldar- borinni kotbaðstofunni og vildu heldur leika sér úti á túni. Henni var kappnóg að sitja á rúminu hans Egils og halla sér við og við út af á koddann, sem hann svaf á. Fregnir um bændur, sem ætluðu til Ameríku, höfðu verið að smátínast að Stóradal nokkurar vikur. Signý hafði lítið um það hugsað. En það lítið, sem það var, fanst henni það voðalegt. Hitt kom henni ekki í hug né hjarta, að fyrir gæti komið, að nokkur maður, sem henni þótti vænt, færi að taka upp á öðrum eins ósköpum. Svo þetta kom henni ekki verulega við.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.