Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 31

Skírnir - 01.01.1906, Page 31
Skirnir. í'erðaþættir frá Bretlandi. 31 6000 merkur silfurs og síðan hefir hún að öllu staðið undir Englandskonungi. Á 14. 15. og 16. öld gjörðu Frakkar oft strandhögg, rændu og rupluðu, brendu borgir og drápu fólkið, en gátu aldrei náð föstu haldi á eynni, eyjarskeggjar ráku þá jafnan af höndum sér. Karl I. konungur sat alllengi í varðhaldi á Carisbrooke kastala, norðan til á miðri eynni, áður hann var tekinn af lífi. Árið 1845 keypti Victoria drotning búgarðinn Osborne nyrzt á Wight, lét byggja þar stóra sumarhöll; bjó hún þar oft með Albert manni sínum og þar andaðist hún 22. janúar 1901. Dóttir Victoríu, Beatrice prinsessa af Battenberg, býr nú á Osborne og er landshöfðingi yflr Isle of Wight, en það mun nú víst reyndar vera titillinn tómur. I vor eð var (1905) dvöldum við hjónin rúman mánuð á Isle of Wight í bæ þeim vestan til á eynni, sem heitir Freshwater, fórum þangað beina leið frá London. Tvær aðalleiðir liggja til eyjarinnar frá London, önnur að austan um Portsmouth eða Southampton, hin að vestan urn Lyming- ton; er hún töluvert styttri og sjóleiðin þar örstutt; þá leið fór- um við. Þá er farið frá Waterloo Station í London um Basing- stoke, Winchester og Southampton til Lymington. Liggur leið- in um akra og engi og um öldumyndaðar hæðir (Downs) og er þar alstaðar krít og kalk undir jarðvegi. Suður-England er vinalegra og blómlegra að sjá en ýmsir aðrir hlutar landsins, þar eru hvorki kol né málmnámur og fáar verk- smiðjur, hinn frjósami jarðvegur fær að vera í friði og framleiðir korn og aldini, loftið er léttara og hreinna, því enginn verksmiðjureykur grúflr þar yflr bygðunum. Mannamorið, sem lifir og starfar í hinum stóru iðnaðar- bæjum á Mið-Englandi með hvíldarlausum ákafa, þarf að létta sér upp tímakorn á sumrin og þvo af sér sótið og rykið, þá streymir líka fólksfjöldinn i miklum elfum um járnbrauta-æðarnar niður til hinna mörgu baðstaða á suðurströndu Englands, til Isle of Wight og til Kanaleyja. Það er þó nátturlega aðeins miðstéttin og efnaðra fólkið sem komist getur, vinnulýðurinn flestur verður hér sem annarstaðar að sitja heima i sumarhitunum með hálf-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.