Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 34

Skírnir - 01.01.1906, Page 34
34 Ferðaþættir frá Bretlandi. Skirnir. irnar víða huldar af trjám og öðrum gróðri, en hálsa- bungurnar út að sjónum eru allar skóglausar, grænir balar og grundir fram á brúnir; má þar oft sjá marga menn í hnattleikum (golf), unga og gamla. Grundirnar eru grænar allan veturinn og eins limgarðarnir, sein alstaðar eru hér kringum hús og lóðarbletti; snjór sést mjög sjaldan. I bænum er fjöldi af hótellum og gistihúsum og svo er i öllum bæjum á eynni, enda er þess þörf, þar sem svo mikill sægur kemur af aðkomufólki, einkum í júlí og ágúst; þá er hver kytra útleigð og full af fólki. Eftir efnahag búa menn sumii' á hótellum, sumir í gistiliúsum (boarding-houses)r en sumir leigja sér herbergi og hafa mat lijá sjálfum sér. Þeir sem ríkastir eru leigja stór og skrautleg hús fyrir sig og fjölskyldur sínar um sumartímann, og eru allmörg þeirra fagurlega prýdd með fögrum görðum og dýrmætum húsbúnaði, jafnan til reiðu fyrir þá sem borgað geta. Annars þótti mér það eftirtektavert, að húsnæði er ódýrara og húsverð minni víðast hvar á Englandi, þegar undan tekin er London og miðbik annara stórbæja, heldur en í Kaupmannahöfn og nágrenni hennar. Ensku húsin eru rúmbetri, miklu skrautlegri og í alla staði hentugar útbúin en í smábæjunum kringum Höfn, og eru þó töluvert ódýrari, svo að munar 4—500 kr. á árlegri húsleigu. Höfn er á seinni árum orðin dýr bær að lifa í, og þó kemst hún að sögn ekki í hálfkvisti við Kristianíu með hinum ógurlegu sköttum sem þar eru. Það er annars mjög einkennilegt í öllum löndum, að prísarnir stíga eftir því sem stjórnfrelsið eykst niður á við, og er þetta' þó eðlilegt. Alþýða, sem völdin hefir fengið, krefst endur- bóta, þær kosta allar peninga, nýja skatta, tolla og álögur; verkmenn krefjast meiri launa og fá þau, en við það verður húsnæðí þeirra og lífsnauðsynjar dýrari. Svika- mylnan er altaf símalandi, en mannkynið finnur engin ráð til að stöðva hana. I Freshwater er ált einstaklega kyrt og rólegt, engar verksmiðjur eða annað, sem hávaða gerir, náttúran er 'fögur og blíðleg og þó allmikil tilbreyting. Hinn litii

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.