Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 37

Skírnir - 01.01.1906, Page 37
Skírnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 37 geta hinna helztu bæja á eynni og segja lítilsháttar frá þeira, langar lýsingar leyfir rúmið ekki. Höfuðbær eyjar- innar er Newport, norðan til á miðri eynni við Medina River, sem er skipgeng þangað upp, að minsta kosti með flóði. Það er mesti verzlunarbær eyjarinnar og miðdepill járnbrautanna, en íbúar eru 11 þúsund. Bærinn er gamall, húsin þétt sett og einkennileg, og fram með ánni eru mörg há hús til vörugeymslu. I kirkjunni er fagurt minnis- merki yfir Elisabet prinsessu, dóttur Karls I., sem dó í fangelsi á Carisbrooke á 15. ári (1650) 8. september, fanst um morgun önduð í legubekk, hallandi höfði sínu upp að opinni biblíu, sem faðir hennar hafði gefið henni, er þau skildu í síðasta sinni, áður hann var liflátinn. Á torgi í Newport er líka heiðursstytta fögur reist til minningar um Victoriu drotningu. Við mynni Medina-árinnar er bærinn Cowes i tveim hlutum, Austur- og Vestur-Cowes, sinn hverju megin við ána; þar er góð höfn og 9000 íbúar. Bær þessi er frægur fyrir kappsiglingar og þar hafa ensk jakta-félög aðalað- setur sitt. Frá skemtigöngunum fram með ströndu er • fögur útsjón urn sjóinn, og má þar sjá mörg fögur skernti- skip á ferðinni; ríkismenn enskir eru þar að æfa sig og spreyta sig undir kappsiglingar. Helzta félagið er »The Royal Yacht Squadron«, í því eru 300 meðlimir, flestir auðmenn af háum stigum, og lrefir félagið 2000 sjómenn i þjónustu sinni, flestalt úrvalalið. Edvard konungur er aðmíráll yfir þessum seglskipaflota, og Vilhjálmur Þýzka- landskeisari heiðursfélagi. Félagið á stóra og skrautlega höll í Cowes, og standa þar 22 koparfallbyssur fyrir framan. Á sumrum eru oft haldnar kappsiglingar, en hin rnesta í ágústmánuði, og kenrur þangað þá múgur og margmenni svo þúsundum skiftir, bæði til þess að sjá kappsiglingarnar og til þess að gera sér eldhúsdag. Þá er mikið urn dýrðir og alls konar skemtanir úti og inni, stórát og stórdrykkjur, rtugeldar á kvöldum, rnikill glaumur og gleði.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.