Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 67

Skírnir - 01.01.1906, Page 67
Skirnir. Úr trúarsögu Forn-íslendinga. 67 lega við dauðanum heldur einnig hjálpvænlega, eins og sagt er um Sæmund Ormsson, sem níðingurinn Ögmundur Helgason lét drepa. Og vér sjáum menn Sturlungaaldarinnar vera að leit- ast við að sameina þetta tvent; þess vegna fer oft saman hjá þeim mjög óvíkingsleg þolinmæði og hið víkingsleg- asta hugrekki. Vér skiljum nú hvernig stendur á því, að menn, sem voru svo harðir í hug, að þeir leika sér við dauðann með því, að horfa í loft upp, að egginni, þeg'ar höggva á af þeim höfuðið (eins og Hermundur Hermundarson eða Þórður Bjarnarson), þessir sömu menn láta þolinmóðlega taka sig og leiða til höggs, í stað þess að verjast meðan þeir geta vopnum valdið, eins og þeim hefði verið eðlilegast. Þessi stilling, sem jafnvel einnig getur komið fram á orustuvellinum, er það, sem mun hafa valdið þeim mis- skilningi, að hin forna hreysti íslendinga hafi verið horfln þegar á Sturlungaöid. En sfík ætian er mjög fjarri sanni. Sturlunga sýnir, að ísiendingar á 12. og 13. öld voru ekki síður hraustir og harðgerðir en á víkingaöldinni, þó að naumast væru þeir eins vopnflmir28). Það er að segja: holdið var enn þá álíka harðgert og fyrr, en andinn var að einu leyti veikari orðinn, vegna trúarinnar. Víkingurinn vildi sigra eða falla með sæmd; niðjar hans á Sturlungaöldinni kunnu að vísu einnig að devja eins og hetjur, en þeir óttuðust að falla í vígahug og án þess að hafa fengið prestsfund. Því er þess vanalega getið, hvort »dauðamenn« hafi haft prestsfund eða ekki. Þetta atriði dregur úr þeim þegar í tvísýnu er komið; þess vegna eru þeir svo fljótir að gefast upp. Það er, eins og orð Snorra Arnþrúðarsonar benda til, engan veg- inn af hræðslu við vopn, því síður af meðfæddri friðsemi; en þeir vilja heldur rétta háls undir öxi óvina sinna eins og lamb, sem er til slátrunar leitt, og verða hólpnir, held- ur en falla eftir frækilegustu vörn — og fara til Helvítis. Þetta hlýtur oft að hafa haft áhrif á rás viðburðanna, og er í sögunni, sem gerist eftir þann tíma, sem einkum 5*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.