Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 75

Skírnir - 01.01.1906, Page 75
■Skírnir. Ritdómar. 75 Vjer heirum Helga kvarta ifir því. að Sigrún gráti »grimmum tárum, sólbjört, suðræn, áður sofa gangi, hvert fellr blóðugt á bjóst grami, úrsvalt, innfjálgt, ekka þrungið«. Þá ríður Sigurðr Fáfnisbani Grana hesti sínum fram á völlinn. Vjer heirum um ástir hans og Brynhildar og harm Guðrúnar, konu hans, eftir hann látinn: Þá hné Guðrún höll við bólstri, haddr losnaði, hl/r (= kinn) roðnaði, en regns dropi rann niðr of kné. Þá sjáum vjer Gjúkunga, Gunnar og Högna, ríða til Húnalands í greipar Atla, mágs síns, sjáum þá svikna í trigðum og deija grimmum dauða. Enn á eftir fer hin hrillilega saga um hefnd þá, er Guðrún tók eftir bræður sína á Atla, matini sínum, líkt og Atreus hefndi sín á Þyestesi, bróður sínum. Eða þá sagan um þá Sörla og Hamði í höllu Jörmunrekks. Er ekki sem sjer sjáum Jörmunrekk lifandi firir augum vorum, þar sem hann situr að drikkju í höllinni og honum er sagt, að þeir bræður sjeu komuir: Hló þa Jörmunrekkr, hendi drap á kampa, beiddisk-at bröngu J), böðvaðisk at víni, skók hann skör jarpa, sá á skjöld hvítan, lét sér í hendi hvarfa ker gullit. Vjer kinnum oss lífspeki feðra vorra í Hávamálum. Svona mætti halda áfram að telja fleira og fleira, og irði þó þessi brunnur aldrei þur ausinn. Enn þetta er nóg til að sína, hvílíkur fjársjóður af fornum sögnum er fólginn í Eddukvæðunum. *) Þíðing óljós; branga er vist sama og brang, órói, ófriður; beiða þiðir á einstöku stað i Eddukvæðunum s. s. neiða, eins og til- svarandi orð (baidjan) i gotnesku. Vísuorðið þiðir þá: hann neiddi sig ekki til ófriðar, þ. e. honum var ekki móti skapi (= hann var fús) að berjast. Sama hugsun kemur fram í næsta visuorði (böðvaðisk — gerðist böðfús, fús á orustu), enn þar er orsökin tekin fram: Jörmunrekkr var drukkinn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.