Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 78

Skírnir - 01.01.1906, Page 78
78 Ritdúmar. Skírnir. Við Völuspá 36 7—8 (sá er undinn salr orma hryggjum) segir útg., að efasamt sje, hvort hjer sje átt við lifandi orraa. A því tel jeg engan efa. I Völuspá 30. orindi (.Fyllisk fjörvi feigra manná) tel jeg það vafalaust, að feigr þíði ekki »dainn«, heldur hafi sína vanalegn merkingu. Það vœri fjarstæða að tala um fjör dáinna mannar hvort sem fjör hjer táknar lífsblóð eða líf. Við Völuspá 39 7 (tungls tjúgari) segir útg., að tjúgari þíði (upphaflega) »sá sem dregur til sín og rífur«; bendir þetta til, að hann leiði orðið af sögninni tjú'ja, — toga, draga, enn það mun naumast rjett vera. Karlkinsorð þau, sem enda á ari, mindast reglulega af þeim sögnum, sem beigjast eins og t. d. kalla, skapa (kallari, skapari o. s. frv.), enn mjög sjaldan af sterkbeigðum sögnum, enn tjúga (= toga) gekk upphaflega eftir sterku beigíng- unni (sbr. toginn og skildar sagnir í öðrum germönskum málum). Orðið tjúgari bendir á, að til hafi verið í rnálinn veikbeigð sögn: *tjúga, *tjúgaða, sem virðist ekki hafa átt skilt við sterkbeigðu sögnina (tjúga, taug), heldur vera samstofna við kvennkinsorðið tjúga, tvíklofinn forkur, sem aftur er í ætt við töluorðið tveir. Sögnin að *tjúga virðist hafa þítt líkt og ’tvístra’, ’sundra’ eða ’brjóta í tvent’ og þar af að ’glata’, ’firirfara’. í Völuspá 65 8 (nú mun hon sökkvask) ritar útg. hann firir hon, sem stendur í báðum handritunum. Þessi breiting stafar af algjörðum misskilningi á afstöðu þessa erindis við kvæðið í heild sinni, eins og jeg hef sínt í Tímar. Bókmfjel. XVI, 80.—82. bls., og vísa jeg til þess. Við Hávamál 28 4 segir útg., að eyvitu sje sama sem ‘»eigi<(; rjettara væri: engu. A skíringunni við Sigurðarkviðu skömmu 8 3 sjest, að útg. er enn á þeirri skoðun, að ísa og jökla sje þolfall fleirtölu, með öðrum orðum, að skáldið hafi hugsað sjer ísbreiður og jökla rjett hjá höll Gjúkunga og láti Brynhildi ráfa um þessa köldu staði á kvóldin til að svala sjer, meðan Sigurður er að hátta hjá Guðrúnu! Kvæðið gefur annars ekki neitt tilefni til að halda, að höfundur þess hafi verið neinn fábjáni. Jeg verð því enn að vera á því, að ísa og jökla sje eignarfall fleirtölu og stjórnist af fyld, og leifi mjer að vísa til þess, sem jeg hef sagt um þennan stað í Tímar. Bókmfjel. XV, 115,—116. bls. og XVI, 82.-83. bls. Mjög lík hugsun kemur firir í Skáldhelgarímum I. 2: Svellur þat með

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.