Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 88

Skírnir - 01.01.1906, Side 88
88 Ritdómar. Skírnir. óviðjafnanlegt, en Ijsingar hans og ritsnild eru aftur á móti fram úr skarandi, og listgáfan ágæt. Aftan viS bókina er æfisöguágrip Tiecks eftir Stgr. Thorsteins- son, og framan við bókina mynd at' Tieck. Utgáfan er vönduð og kann eg bæði þjðandanum og kostn- aðarmanninum, hr. Guðm. Gamalíelssyni, beztu þakkir fyrir bók þessa. Hún á það saunarlega skiiið að vera lesin og keypt af öllum þeim, er bókmentum unna. J. Guðl. Hæöin á Öræfajökli. í>að er alkunnagt, að Öræfajökull er hæsta fjall hér á landi, og hefir verið talinn 6241 fet á hæð, samkvæmt eldri mælingum. Sumarið 1908 átti eg tal við þann af mælingamönnunum dönsku, er fengist hefir við að mæla jökulinn, J. P. Koch, lautinant. Hann hafði þá mælt hæð- ina á Hvannadalshnúk, sem er hæsti tindur jökulsins, með þríhyrninga- mælingu austan úr Hornafirði og fundið hana töluvert meiri en áður var mælt. Vegna illviðra á jöklinum gat hann ekki það sumar gengið á jökulinn til nákvæmari mælinga. Það gerði hann síðari hluta júnímán. sumarið 1904. 20. júní lagði hann og förunautar hans af stað frá Svínafelli og 27. júní gekk hann upp á Hvannadalshnúk og mældi hann; reyndist hann 2119 metrar eða 6 737 fet, eða hér um hil 500 fetum hærri en áður var álitið. Skýrslu nm þessa mælingaferð og um mælingarnar á Skeiðarársandi sama vor hefir Koch sett í Geografisk Tidsskrift 1905—1906, 1.—2. hefti, og fylgir ágætt kort yfir sandinn og jökulinn (mælikvarði 1:200000). Er í skýislunni í stuttu máli sagt frá erfiðleikum þeim, er þeir félagar áttu við að striða við þessar mælingar, einkum mælingarnar á Skeiðarár- sandi. Þeir komust ekki á land sökum hrima, þegar Hekla ætlaði að setja þá upp, og urðu að bíða lengi, þangað til þeir komust loks upp í Mýrdal. Varð því ekki byrjað á mælingunum fyr en frost var að miklu leyti farið úr jörð, og sandurinn því víða ófær af bleytu (hann er 17 Q mílur á stærð). Þar við bættist svo stórviðii og sandrok á þurrari stöð- unum, svo ekkert varð aðhafst dögunum saman og vistin í tjöldunum hin versta, en Koch lét ekki bugast. Þessar mælingar eru örðugt verk og þarft verk, og vonandi að þeim verði haldið áfram þar til að minsta kosti allar bygðir og hrúnir há- lendisins eru mældar. tí. Sœm.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.