Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 96

Skírnir - 01.01.1906, Page 96
'96 Erlend tíðindi Skírnir. skapa um mál Marokkóríkis, hins hálfsiðaða kostalands sunnan Njörvasunda, er þeim hefir leikið mikill hugur á til nytja og við- skifta öðrum fremur, Frökkum og Þjóðverjum. Marokkokeisari á og fulltrúa á fundinum, og Spánarkonungur annan. Frakkar höfðu hreiðrað sig þar, í Marokko, í góðu næði, með ráði Breta, og létu það í móti koma, að þeir sögðu sig alsátta á umráð Breta yfir Egiptalandi. Það sveið Þjóðverjum. Þeir eiga þröngbylt heima fyrir. Þeim fjölg- ar svo ört. Þeir afla sér selstöðu hvar sem þeir geta. En eiga þar örðugt uppdráttar. Þar situr örn fyrir á hverju nesi, er þeir ihyggja á bráð, víðast með brezku fangamarki, en stundum frönsku. Vilhjálmur keisari brá sór í fyrra vor suður í Marokko upp úr þurru, leitaði vináttumála við soldán og bað hann engum þola neina ásælni, en gera öllum þjóðum jafnan kost á viðskiftum. Sú hlutsemi líkaði Frökkum afarilla og hélt við ófriði þeirra í milli. En þá höfðu Frakkar og Bretar bundið sór vináttumál nýverið. Það réðst úr, að leggja skyldi málið fyrir stórveldafund. Rússland. Svo var komið um áramótin, að kæft hafði stjórnin að miklu í svip byltingarbálið í stórborgunum, með óskap- legri harðneskju og grimd. En mjög lifði enn í kolum út um land, einkum í Eystrasaltslöndum. Bíkisþinginu nýja hefir verið stefnt til fundar 10. maí. Finn- lendingar gengu á þing laust fyrir jól. Þar fer nú alt skaplega. Ungverjaland eru helzt horfur á að klofna muni frá heimaríki keisarans, Austurríki, að dæmi Norvegs í fyrra. Þar hef- ir engu lagi orðið komið á stjórn missirum saman. Keisari lét rjúfa þar þing nýlega með hervaldi. Jan. 8. Þingrof á Englandi. Kosið 12. til 27. 16. Marokko- fundurinn hefst. 17. Falliéres ríkisforseti á Frakkl. 29. Kristján IX. deyr; Friðrik VIII. konungur. Febr. 17 GiftistAliee Roosevelt forsetadóttir. 18. Útför Kr. IX. 19. Játvarður konungur helgar þingið nýkjörna. Þingslit á Ungverjalandi meðhervaldi. 27. Vilhjálmur keisari giftir annan son sinn, Eitel Friðrik, á silfurbrúðkaupsdegi sínum. Marz 2. Mannskaðaveður gerir mikið tjón á norskum fiskibátum fyrir Naumudal og banar 50 manns af 1200—1400 á sjó þar. 7. Kouviers ráðaneyti frá völdum á Frakklandi; við tekur Sarrien. 10. Um 1200 manna týnast í kolanámusprengingu í Courriéres á Frakklandi. B. J.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.