Skírnir - 01.04.1907, Side 39
Frá Róm til Napoli.
135
Eftir að eg var búinn að koma þessu í lag, gekk eg út um kveldið
að skoðast um og vildi þá svo heppilega til, að eg innan um fólks-
grúann rak mig á eina manninn, sem eg átti von á að þekkja í
Napoli, og kominn var þangað fyrir nokkrum dögum frá Róm,
herra candidatus Bindesböll1) úr Kaupmannahöfn, og hafði eg bæði
hór og endrarnær, er fundum okkar bar saman á feröinni, gagn og
ánægju af hans viökynningu. Yorurn við samferöa fram eftir kvöld-
inu, fengum okkui að síðustu kvöldverð saman og mæltum okkur
mót til að skoðast um betur næstu daga, og fór svo hvor heim til
sinna híbýla.
Napoli er allra borga mest á Ítalíu og ríkust að fé og mann-
afla; teljast í hinni eitthvað 358,000 innbúar, þar á meðal alténd
60,000 Lazzarónar. Þykir sumum sem borg þessi að fegurðinni til,
þegar á alt er litið, landslagið umhverfis, loftslagið og bæjarstæðið
og hversu hér er hýst, trautt eigi sinn líka í heimi, og vissulega
er það aödáanlegt og eftirtektarvert, hversu þessi staöur hefir að
kalla alt það til að bera í einu, sem menn helzt gangast fyrir og
láta sér finnast um, hvort sem heldur litið er til náttúrunnar dá-
semda eður þess sem komið er undir að mannlegri tilstuðlun.
• A landslagið umhverfis Napoli hefir verið vikið nokkuð og
skrúða þann, sem jörðin er færð í árið um kring; það veröur aldrei
ofsögum af því sagt, aldrei með orðum útskýrt eins og verðugt er,
hvað náttúran hefir farið vel með borg þessa; það er eins og hún
hafi kostaö upp á hana öllu því bezta, fegursta og hátignarlegasta,
sem hún á til. Alt hvað skáldin hafa sungið um goðalundanna fegurð
og indæli eður ódáinsakur, er hér oröið orð og að sönnu, og yfir hálsa
þessa og flatir horfði Yirgilíus, þegar hann var að lýsa Elysium-
vellinum, sælustað hinna góðu, og [Tartarus] samastað hinna ófar-
sælu í 6. bók af Æneasardrápu. Hór er sífelt vor, blómi jarðar-
innar hverfur aldrei; ein jurtin lifnar eða blómgast, þegar önnur
fölnar; á öllum ársins tímum eru hinir dýrmætustu ávextir í köst-
«m til sölu um torgin og margar þúsundir manna eiga ekkert
húsaskjól, því kuldinn nær hingað ekki og sjógolan dregur svo úr
<• hitanum, að vel er viðunandi. Veðurblíðan er frábær og himininn,
sem skýin sjaldan byrgja, ífærður sama indæla blámanum, sem
•eykur svo mjög á fegurðina í Ítalíu. Napoli liggur, eins og áður
er á vikið, austan í og sunnan í fjallás eður holti og nær niður á
*) Severin Cl. W. Bindesböll varð seinna biskup fyrst yfir Ála-
horgarstifti, síðan yfir Lálands- og Falstursstifti (f 1871).
s