Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 5

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 5
TJm sjúkrasamlög. 101 aðra kominn, ef hann varð ófær til vinnu vegna veikinda eða slysfara. Sjúkrasamlög og slysfaratrygging voru ekki til og eru enn víða skamt á veg komin. Nú er þó öldin önnur. Nú geta menn trygt hús sín gegn eldsvoða og skip sín gegn sjávarháska. Með litlu iðgjaldi (ársgjaldi) geta menn aflað sér áreiðanlegrar trygg- ingar fyrir fullu endurgjaldi ef hús brennur, eða skip ferst. Kaupmaðurinn getur nú keypt ábyrgð á vörum sínum á sjó og landi. Hver maður getur keypt ábyrgð á innanstokksmunum. Ábyrgð á kvikfénaði er líka til. Lífsábyrgð þekkja allir. Og nú er svo komið hjá mestu framfaraþjóðum heimsins, að hver alþýðumaður, sem hefir við lík kjör að búa og lausafólk hér á landi, á hægt með að kaupa sér ábyrgð gegn veikindum, slysum, vinnuskorti og ellilasleik. Þetta, að vera við öllu búinn, óhöppum og slysum, eignatjóni, veikindum, meiðslum, vinnuskorti og ellilasleik, skapa sér tryggingu gegn alls konar áföllum, og geta því bjargast aj', hvað sem á dynur, án þess að beiðast bein- inga, eða lifa á náðargjöfum úr einhverjum styrktarsjóði, eða sveitarsjóðnum, það er sjálfstæði, þ að er persónu- legt frelsi, þ a ð er efalaust stærsta menningarsporið nú á tímura. Ábyrgð og trygging voru ekki með öllu ókunn í forn- öld og á miðöldum. En þó má segja fullum fetum, að þau séu nútiðarbörn, komin til á 18. og einkum 19. öldinni. Þessi fyrirhyggjuviðleitni er jafnan félagsvinna á einn eða annan hátt. Húseigendur í einu héraði stofna t. d. brunabótasjóð; gerum að þeir séu 2000, eigi eitt liús hver þeirra og 10,000 kr. virði hvert hús að meðaltali. Þeir íhuga þá, hversu mörg hús hafl brunnið á undanförnum árum og komast að raun ura að búast megi við, segjum 10 húsbrunum á hverju ári, en það verða 100,000 kr. útgjöld fyrir sjóðinn, því að hver félagsmaður á h e i m t- i n g u á fullu andvirði húss síns, ef það brennur. Þeir verða því að jafna þessum 100,000 kr. niður á öll húsin og iðgjaldið verður þá 50 krónur á ári af hverju húsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.