Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 28

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 28
124 Síðustu minningarnar. Að því loknu grafa þeir gröfina lítið eitt dýpri; og er þeir hafa varpað moldinni að mestu upp, vegur snögg- klæddi maðurinn sig upp úr gröfinni, skimar sig um, lítur suður fyrir túnið, segir svo við þá, sem fyrir voru: — Nú ætla klárar okkar að taka á rás suður á daL Langbezt, bræður, að taka þá strax, láta húsið geyma þá, svo einn okkar eða fleiri þurfi ekki alt af að vera á þön- um við þá. Búnir að rífa nóg af grasi í kviðinn á sér«. Hinir féllust fljótlega á þetta og skunduðu suður túnið. Þá kemur maður innan úr bænum og út á hlaðið. Hann signir sig, þegar hann kemur út á varinhelluna, styður niður priki, setur hönd fyrir augu, skimar til veð- urs og yfir sveitina. Honum verður litið til kirkjugarðs- ins, og er hann sér mennina þar, þá heldur hann fram á hlaðið í áttina til þeirra, fer höktandi og styðst við prikið. Má sjá, að honum er áhugamál að hraða sér, en þarf þó að fara varlega, því að bæði eru rigningarpollar á hlað- inu, er sneiða þarf hjá, og svo verður að ætla fótunum af, sem auðsælega eru bæði stirðir og þróttlitlir. Maður- inn virðist vera mjög aldurhniginn og er hár hans og skegg fannhvítt. — Guð gefi ykkur góðan daginn, piltar mínir, segir karlinn um leið og hann stumrar inn úr sáluhliðinu. Nú haflð þið tekið af vkkur rekkjuvoðina dálítið á undan Jóni gamla. Búnir að taka gröflna! og hafið tekið hana, — tekið hana hérna! — Já, búnir erum við að því, og þurftum þess líka, því að bráðum fer að verða von á líkfylgd og liki. Þetta er nú heldur ekki svo mikið verk fyrir fjóra unga menn, röskva og hressa í huga: liðugar þrjár álnir á lengd og tæpar tvær á breidd, og, eins og sér, dýptin hæð hans- Gísla þarna. Jarðvegurinn eins og smjör. En settu þig nú niður, Jón minn, og hvíldu þín gömul og lúin bein. Þetta lét Jón gamli sér að kenningu verða, settist niður á leiði eitt þar hjá, tók ofan, virti fyrir sér moldar- binginn, nuddaði augun ofurlítið, virti hann svo aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.