Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 52

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 52
Mærin frá Orléans. alveg óbreyttir frá því á miðöldunum, þá hafa þar haldist við ýmsir gamlir siðir, sem löngu eru lagðir niður annar- staðar. En það eru einmitt þeir, sem fremur öðru hjálpa okkur til að gleyma nútímanum og til að skilja hugsunar hátt liðinna alda. Hér yrði of langt mál að rekja þetta út í æsar, en eg skal samt leyfa mér að lýsa hátíðar höldum þeim, er fara fram í Orléans á ári hverju, 7. og 8. d. maímánaðar, til minningar um það, er Jeanne d’Arc leysti borgina úr umsát Englendinga. Þó að eg muni siðar víkja máli mínu að þessu atriði sögunnar, þykir mér hér eiga við að minnast ofurlítið á dagana 7. og 8. maí 1429. Umsátin hafði staðið 7 mánuði, frá því í október 1428 þangað til í maí 1429. En á einni viku tókst 18 ára gamalli stúlku að leysa borgina úr óvina höndum. 7. d. maím. stóð aðalorustan. í henni varð Jeanne sár og nærri lá, að Englendingar hefðu handtekið hana; en ekki varð af því í það sinn. Hún lét binda um sár sitt og gjörði bæn sina og gekk þá aftur fram í broddi fylkingar og örfaði menn sína, þangað til virki Englend- inga voru unnin. Brúin yfir Loire var í snatri gjörð fær yfirferðar og seint um kveldið reið hún inn í borgina með lið sitt og Englendinga þá, er teknir höfðu verið höndum, en allur borgarlýður fylgdi henni. öllum kirkjuklukkum borgarinnar var hringt, en fólkið þyrptist inn í kirkjurnar og tók undir með prestinum í lofsöng til guðs. Næsta dag, sem var sunnudagur, lét Jeanne d’Arc reisa altari úti undir berum himni og þar voru sungnar tvær messur og lofgjörðarsálmar í viðurvist alls liðsins, þó að margir þeirra hefðu heldur kosið að veita Englendingum eftirför. Síðan var snúið heim til borgarinnar og hlýtt á ræður i kirkjunum; en að þeim loknum var hafin hátiðleg skrúð- ganga um alla borgina. Upp frá því var á ári hverju haldin minningarhátíð »meyjarinnar frá Orléans«. Svo var nú farið að nefna stúlkuna. Hátíðin hefir verið haldin fram á þennan dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.