Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 55

Skírnir - 01.04.1909, Page 55
Mærin frá Orléans. 151 íieilagleika sínum og píslardauða yerðskuldað, að henni yrðu reist altari í kaþólskum kirkjum Frakklands. Viðstaddir biskupar féllust alveg á það og rituðu páfa bréf þess efnis, að hann tæki þennan verndarengil Frakklands í dýrlinga- tölu. Pius IX. neitaði því að svo stöddu, en Leo XIII. varð við tilmælum frakknesku klerkastéttarinnar með þeim hætti, að stofnað var til rannsókna um heilagleik hennar 1885. Hér heima er svo lítið kunnugt um það, sem binn heilagi faðir í Rómaborg hefir fyrir stafni, að marga mun ekki einu sinni gruna það, að hann því nær árlega gerir einhvern mann eða konu dýrleg, setur þau í heilagra manna tölu. A útlendu máli er þetta kallað »Canonisation«. En enginn má ætla, að hlaupið sé að slíku, því að sanna verður fyrst, að hér sé um helgan mann að ræða og að hann hafi að minsta kosti gert þrjú kraftaverk. Til þess að rannsaka þetta til hlítar er beinlínis höfðað mál. Páf- inn skipar einn kardínála til að vera málaflutningsmann guðs (advocatus Dei) og annan til að vera málflutnings- mann hins vonda (advocatus Diáboli). En sjálfur er páfinn dómarinn. Mál þessi geta dregist heilar aldir, og það er því ekki að furða, þó að mál Jeanne d’Arcs hafi dregist á langinn. Fyrsta stig málsins var unnið 1898 og var hún þá nefnd: »venerabilis« (lotningarverð). í útlendum blöðum hefi eg séð, að sunnudaginn 13. desemberm. síðast- liðinn hafi páfinn tekið gild þrjú kraftaverk af þeim sjö, sem upp höfðu verið borin til sönnunar um heilagleik Jeanne d’Arcs, og lýsti því jafnframt yfir, að með mikl- um hátíðahöldum í tveimur helztu kirkjum Rómaborgar ætti i aprilmánuði að hefja hana á næsta stig helgunar- innar, svo að nú yrði hún nefnd »beatifica« (alsæl), en þá er ekki langt að bíða þess, að þriðja og seinasta stig máls- ins sé unnið og að hún með réttu verði nefnd dýrlingur eða «sancta». En hvað hefir þá mærin frá Orlens unnið til þess að verða átrúnaðargoð frakknesku þjóðarinnar, bæði þeirra,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.