Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 56

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 56
152 Mærin frá Orléans. sem kaþólskir eru, en einnig þeirra sem láta sig kirk- juna litlu skifta'? Þetta er það, sem eg vildi hugleiða í kveld, og bið því tilheyrendur mína að fylgja mér í huganum langt aftur í tímann, nærfelt fimm aldir og líta á ástandið í Frakk- landi árið 1422. Það ár dó konungur, sem hét Karl 6. Hátt upp í heila öld hafði ófriður við Englendinga staðið. Þegar tveim- ur árum áður hafði einn mesti höfðingi Frakka, hertoginn af Búrgúnd, gengið í lið með Englendingum, og þegar Karl 6. dó, vildi hann koma Hinriki 6. Englakonungi til valda. Hann var reyndar enn barn í vöggu; en hann var dóttursonur Karls 6. Nær ríkiserfðum stóð auðvitað sonur hans, sem tók sér líka konungsnafn og nefndi sig Karl 7. Sá flokkur, er hann fylgdi, var kendur við greif- ann af Armagnac, er hafði uppalið hann og fallið í París- ai’borg árið 1418, þegar hertoginn af Búrgúnd og Englend- ingar náðu borginni. Armagnacfiokkurinn var mjög illa þokkaður á Norður-Frakklandi, því að þótt hreysti þeirra væri viðurkend, þá voru þeir álitnir mestu bófar og ræn- ingjar af hinum fiokknum og öllum bændalýð. Flokka- dráttur og sundurlyndi var svo megnt í landinu sjálfu, að ókleift var að veita útlenda hernum neina verulega mótspyrnu, þó að þessi her væri í raun og veru ekki svo geigvænlegur. Svo var komið 1428, að ekki var nema ein merkisborg, sem Englendingar áttu eftir að leggja undir sig; en hún var þeim mun merkilegri, sem hún var ekki að eins i miðju Frakklandi, heldur var einnig mið- stöð óvinaflokksins og hafði verið Karli 7. trú, þegar Par- ísarborg og allar aðrar borgir í nágrenninu gengu undan honum. Þessi borg var Orléans og Englendingar beindu nú þangað aðal-liðsafla sínum, reistu sterk virki umhverfis hana og tóku að herja á hana 12. d. októbermán. 1428. Það var fyrirsjáanlegt, að félli hún i hendur Englendinga, þá væri vonlaust um Karl 7. og sjálfstæði Frakklands lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.