Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 61

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 61
Mærin frá Orléans. 15T frillur sínar með sér í ófriðnum og svifust einkis. Ollu þessu gerbreytti Jeanne d’Arc. Hún heimtaði fyrst af •öllu, að þeir létu lauslætiskonur allar fara burt; þær mátti hún ekki sjá. Hún áminti þá um að skrifta og ncyta heil- agrar kvöldmáltíðar. Margir munkar voru í förinni, og fyrir því voru sett ölturu úti á víðavangi og messur lesn- ar, ef ekki var unt að gera bæn sína i kirkjum. Svo mikla virðingu báru þeir fyrir henni, að í viðurvist hennar settu þeir sér að blóta ekki, og samt tóku þeir það svo nærri sér, að Jeanne t. d. kendi í brjósti um gamla La Hire og leyfði honum, hálft um hálft í gamni, að segja: Par mon baton! (það veit stafurinn minn!) í stað þess að ákalla guö og djöfulinn til skiftis. Þrátt fyrir það, að hún lifði innanum þessi rudda- menni, hélt hún virðingu sinni með öllu. Um skírlífi henn- ar, góðgerðasemi og guðsótta er enginn efi; allir ljúka upp einum munni um það, enda var hún mjög vör um mann- orð sitt. Þegar hún gat, gisti hún hjá góðum og guð- hræddum konum; ella lá hún í öllum herklæðum, þótt óþægilegt væri. Hún kom til Orleans að kveldi dags, 29. apríl. Borg- arlýðurinn allur þyrptist á móti henni og keptist um að snerta klæði hennar eða að minsta kosti hestinn, sem hún reið á. En þótt aimenningur tilbæði hana og tryði því, að hún væri send af guði til að frelsa borg þeirra, þá er eins og höfuðsmaður borgarinnar, Dunois, hafi ekki verið alveg öruggur um, að hún hefði vit á hermálum; að minsta kosti vildi hann ekki fylgja ráðum hennar, vildi jafnvel fara á bak við hana. 4. dag maímánaðar lagði hann til orustu við Englend- inga, án þess að hún væri með. Hún svaf, þegar Dunois reið út úr borginni með sveit manna. En alt í einu vakn- aði hún, sagði að sig hefði dreymt, að hún ætti að fara að berjast. Hún flýtti sér í herklæðin og fór á eftir lið- inu, taldi kjark í það og hjálpaði því til að vinna eitt virki Englendinga. í annað sinni sátu Dunois og menn han8 á leyniráðstefnu og ákvörðuðu, þvert ofan í vilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.