Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 23

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 23
Siðspeki Epiktets. 23 einnig það er ánauð. Og þó er ímyndunin í raun og veru tóm ímyndun og alls ekki það, sem felst í hlutunum sjálf- um. Segðu við óskir þínar og áhyggjuefni: »Þú ert ímyndun, en alls ekki hlutur sá, er þú þykist vera« — og þá mun það brátt missa vald sitt yfir þér. Því að — »það eru ekki hlutirnir sem angra manninn, heldur skoð- anir hans á hlutunum«. — »Hlutirnir hið ytra eru sá hinn ómyntaði málmur, sem vér stimplum með merkjum þæginda vorra og óþæginda eins og konungarnir setja myndir sínar á myntina; en það er þetta merki, sem skap- ar verðmæti hlutanna«. Hlutirnir í sjálfu sér eru hvorki illir né góðir. Uppspretta þessa verðmætis hlutanna er þannig í oss sjálfum, í tilfinningum vorum og ímyndunum. Alt, sem vér sækjumst eftir, nefnum vér gott; alt, sem vér fælumst, nefnum vér ilt, og verðum, óðar en varir, ánauðugir þrælar hvorstveggja. En — ef vér náum tangarhaldi á þessum tilfinningum vorum, og ef vér getum rýnt í gegn- um heimskulegar ímyndanir, þá erum vér á leiðinni til þess að verða frjálsir, á leiðinni til þess að verða lög- gjafar og stjórnendur sjálfra vor. Aðalatriðið er því þetta, að bæla niður í sér allar ástríður, alla ágirnd og óbeit á hlutunum, láta hvorki ginnast né hræðast, tælast né skelfast, en skoða alt með augum skynseminnar og hins einbeitta, siðferðilega vilja. En er þá ekki hætt við að maðurinn verði með þessu móti að tilfinningarlausri vélbrúðu? Ekki hyggur Epiktet það: — »Því að oss er ekki ætlað að verða tilfinninga- lausir eins og líkneski, heldur ber oss að uppfylla eðli- legar og sjálfsagðar skyldur vorar, hvort sem það nú er í nafni ræktarseminnar eða sem synir, bræður, feður eða borgarar«. — Það eru þá eftir þessu skyldan og ræktar- tilfinningin, sem eiga að ráða öllum athöfnum vorum. En gerir hún oss þá ekki líka háða? Því skal síðar svarað. En með hvaða móti eigum vér nú að losna úr tjóður- bandi tilfinninga vorra og ímyndana, og hver eru öflugustu tækin til þess? Epiktet svarar þeirri spurningu svo, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.