Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 24

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 24
24 Siðspeki Epiktets. það sé skynserain og viljafestan; skynsemin sé eðlilega hæfust til að sjá, hvað rétt sé og rangt, viljafestan til þess að framfylgja því, sem rétt er. Vilji mannsins á að hegða sér í þessu efni eins og Herakles forðum daga. Hann fór um heiminn til þess að koma fyrir forynjum og bæta úr öllu því sem aflaga fór. Eins á maðurinn að hafa hemil á óhemjum þeim, er búa í brjósti hans, á beygnum, ílöng- uninni, öfundinni og öllum þessum andlegu skrýmslum og forynjum, er hræða manninn, spilla honum og hneppa hann í ánauð. Og hann á að gefa sig allan við þessu lausnarstaríi sínu, svo að hann geti orðið sannfrjáls: — »Maður, þegar þú verður svo lánssamur, að þér liggi við að örvinglast, þá afsala þér öllu til þess að verða sæll, til þess að verða sannfrjáls, til þess að öðlast sálargöfgi. Ber höfuðið hátt. Þú ert leystur úr ánauðinni«. Þessi orð Epiktets verða naumast skilin á annan veg en þann, að sá einn, sem hafi teygað bikar ógnanna i botn, viti bezt, að ekki þurfi annað en að’afsala sér öllum óskum sínum og brýna kjarkinn til þess að ‘verða frjáls maður og óháð- ur. En á þetta frelsi og sjálfstæði mannsins lögðu Stóu- menn einmitt mesta áherzluna. Vér höfum nú séð, hvernig menn eiga að fara að losna af klafa girnda sinna og tilhneiginga eftir kenningu Epiktets. En þá er að vita, hvernig manninum ber að haga sér gagnvart öðrum, og hvaða tilfinningar honum ber að ala í brjósti sínu til þeirra. Þeirri spurningu svarar Epiktet með því að draga upp fyrir oss mynd af hinum spaka manni. Hinn spaki maður má ekki ala hatur eða öfund i brjósti sínu til nokkurs manns og ekki láta atferli annara gagnvart sér fá neitt á sig. Ekkert á að geta sært hann, hvorki óvirðing annara, árásir né ofbeldi. Hann á að vera eins og hrein og tær uppsprettulindin, er svalar þeim jafnt, sem leitast við að grugga hana, eins og hinum. Og líkt og uppsrettan með hinu sístreymandi vatni sínu þvær hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.