Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 36

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 36
132 Daði Níelsson ,,fróði“. Úr því að eg þegar hef tekið upp svo mikið af kveðskap Daða, ætla eg til gamans að tilgreina 2 vísur sem vott um kveðskap hans, er hann vildi vanda ríin og kveðandi. Er það um leið sérstaklega sýnishorn af rimnakveðskap hans. önnur vísan er um vetrarharðindi og er þannig: Mokast snæs á rekka rok, rekur frost úr skepnum þrek, þokast undir þorralok, þekur svæði mjöllin frek. Hin vísan er um raunir hans, eins og vant er, svo látandi: Ekki er mátinn þó á þvi þegar státinn seggur sínar bátinn árar i allar grátinn leggur. Ef vér athugum gaumgæfilega alt, sem eftir Daða liggur í kveðskap, er eigi laust við að oss renni ósjálfrátt í hug munnmælasagan um manninn, er átti tal við al- þýðuskáld eitt um Jónas Hallgrímsson, og sagði eitthvað á þá leið, að hagmæltur væri Jónas, en hinn svaraði aft- ur: »Hann er meira, — hann er skáld, mannskrattinn!« Eins og eðlilegt var mun Daði hafa fundið sárt til þess, að hann í sveitavistunum átti lítinn kost á að gefa sig svo við ritstörfum, sem skyldi, auk þess sem honum lét eigi vel stritvinna. Hann átti og örðugt með að ná sér í bækur, rit og heimildir, er hann þurfti á að halda. Það er því ofur skiljanlegt að honum léki hugur á að koma sér að einhverri atvinnu, er betur væri við hæfi hans og veitti honum um leið tóm og tækifæri til að rita og afla sér heimilda. Um þessar mundir rak Olafur Stephensen, sonur Magnúsar konferenzráðs, prentsmiðju í Viðey. Hug- kvæmdist Daða að leita til hans um atvinnu, en með þvi að hann sjálfur var með öllu ókunnugur Ólafi, og hefir að líkindum búist við að hann mundi eigi sinna slíkri málaleitan frá óþektum og umkomulausum almúgamanni norður í landi, sneri hann sér til síra Jóns Péturssonar á Höskuldsstöðum og bað hann leita hófanna hjá Ólafi. Hann skrifaði aftur síra Böðvari í Stafholti Þorvaldssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.