Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 65

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 65
Dauðinn. 161 Eg ætlaði að svara einhverju, en varð þess þá var að hún va.r farin, og þegar eg leit upp, sá eg hvar hún þeysti niður traðirnar við hliðina á grímumanninum. Eg sá hvernig svört töglin á klárunum slógust í loftinu, og heyrði glymja í hófum þeirra eins og þegar hleypt er skaflajárnuðu yfir ís. Svo hurfu þau bak við Stekkja- hamar. Þegar eg misti sjónar á þeim, varð eg þess var að bleiki klárinn stóð enn þá hjá mér. Hann var afarstór vexti, en svo magur, að eg gat talið í honum hvert rif. Húðin var eins og gulbleik slepja utan um beinin. Hann hengdi niður höfuðið og skrælþur tungan hékk út úr kjaftinum, en hann gaut á mig svo undarlegum augum, að það fór hrollur um mig allan. Augun voru hvít og það glóði í þau eins og maurildi eða urðarmána. Eg hef einu sinni séð þá bölvaða ófreskju áður. Mér varð ekki um sel og ætlaði að taka út úr honum beizlið og hleypa honura burt. En þá teygði hann fram makkann, og eg sá augun færast nær og nær. Það glóði svo djöfullega í þau, að mér fanst draga af mér allan mátt eftir því sem þau færðust nær. Svo fann eg að hann rak framan í mig vota snopp- una, og þá var eins og helt væri ísköldu vatni niður eft- ir brjóstinu á mér. Við það vaknaði eg«. Hann hafði sagt mér draum sinn næstum því hvíld- arlaust, eins og honum væri um að gera að segja hann sem fyrst. Líklega hefir það reynt of mikið á hann enda fekk hann ákafa hóstahviðu á eftir. Það var líka orðið hrollkalt, og kvöldgolan hvein ömurlega í kirkjuturninum. Þegar hann mátti mæla fyrir mæðinni og hóstanum, sagði hann við mig: »Þarna sérðu, drengur minn! Sá bleiki táknar dauð- ann. Og Björg mín beiddi mig að koma fram eftir á laugardaginn, en það er á morgun. Vittu nú til hvort þetta kemur ekki fram . . . En viltu nú ekki leiða mig inn, mér finst eg vera orðinn svo máttlaus«. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.