Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 25

Skírnir - 01.12.1913, Page 25
Nokkrar athugasemdir. 313 hallast að þejrri skoðun, hjer sje rímkað til um erfðarjett- inn, svo að hann nái einnig til fjarskildari ættingja. Þetta er þó nokkuð vafasamt. Hitt er sem sje ekki heldur tek- ið fram beinum orðum, að fjarskildari menn enn næsta- brœðra skuli til arfs ganga. Ef það hefði verið tilætlun- in að breita hinum eldri erfðalögum Olafssáttmálans í þá átt að fjarskildari menn enn næstabrœðra skildu ganga til arfs í Noregi, þá hefði, að því er virðist, þurft að taka það beint fram. Þar sem segir, að erfðir skuli uppgefast firir úslenskum mönnum« þá er auðvitað átt við þá íslenska menn, sem eru r j e 11 i r erfingjar arfleifanda enda er það beint tekið fram á eftir í orðunum »þegar rjettir koma arfar til«. Enn sáttmálinn sker ekki úr því, hvort hann á við r j e 11 a arfa eftir almennum erfðalögum, íslenskum eða norskum, eða við r j e 11 a arfa eftir þeim lögum sem áður gíltu um þetta efni, eftir Olafs- sáttmálanum, »næstabrœðra eða nánari«. Ef sáttmálinn á við rjetta arfa eftir Olafssáttmálanum, sem mjer virðist liklegast. þá kemur þetta ákvæði Gamla sáttmála alveg heim við tilsvarandi tvo staði í Staðarhólsbók að efni til. Enn ef sáttmálinn á við rjetta arfa eftir almennum erfða- lögum, norskum eða íslenskum, eins og E. A. virðist halda fram, ef sáttmálinn, með öðrum orðum, gerir þá rimkun á erfðarjettinum, að hannn nái til fjarskildari erflngja, þá eru tilsvarandi erfðaákvæði Staðarhólsbókar blendingur af ákvæði Olafssáttmálans um það, að erfðarjetturinn nái eigi lengra enn. til næstabrœðra, og ákvæði Gamla sáttmála um það, að erfðarjetturinn firnist ekki. Ritarinn hefur þá í hugsunarleisi tekið upp greinina um næstabrœðra-tak- mörkin eftir frumriti sínu, og láðst að geta um rimkun erfðarjettarins, um leið og hann gat þess, að nú væri erfðafirningin afnumin. Hvernig sem á málið er litið, þá er það víst, að Staðarhólsbók hefur tekið það eftir Gamla sáttmála, að erfðarjetturinn firnist nú eigi framar. Þetta ákvæði Staðarhólsbókar er eiumitt, eins og Konr. Maurer tók rjettilega fram,1) ein af hinum mörgu röksemdumr sem sína, að Staðarhólsbók er rituð síðar enn 1262. ‘) Udsigt over de nordgermanske retskilders historie 81. hls.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.