Alþýðublaðið - 06.12.1959, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.12.1959, Qupperneq 1
mann. En það er oðru nær. Hann á bara að fara í 80 000 feta hæð til þess að rannsaka ástand og horfmr á þeim slóðum. Að- ur en ferðin hófst voru fest við hann ýms mæli- tæki. Sú er skýringin á heftiplástrinum, sem þið sjáið. — P.S. Þetta var am erísk tilraun og tókst með ágætum. Maðurinn á myndinni komst í 15 mílna hæð, sem er nýtt háloftsmet. ■ SVONA lítur nútíminn út. Maður gæti haldið, að það ætti að fara að gera eitthvað vont við þennan imwwmwiwmwwwwwiwmmmwwwmiwwwmwwm*mw 40. árg. — Sunnudagur 6. des. 1959 — 262. tbl. VIÐ veltum því fyrir okkur og við veltum því fyrir okkur — OG VIÐ VELTUM ÞVÍ FVRIR OKKUR hvað við ættum að skrifa um þessa mynd. Og við komumst að þeirri niðurstöðu, að liér væri Alþýðublaðsmynd, sem ekkert væri hægt að segja um nema þetta: Blaðið hefur hlerað Að mikil óeining sé í Bygg- ingarsamvinnufélagi Reykjavíkur vegna sam- skipta þess við Byggi, en forstójir Byggis hefur um langt skeið verið áhrifa- maður í Byggingarsam- vinnufélagi Rvíkur. — Reynt hefur verið að koma á aðalfundi oft und anfarið, en ekki hefur það tekizt og næsta tilraun verðuir gerð innan skamms. AÐEINS tveir togarar lönd- uðu afla í Reykjavík í vikunni, sem leið. Hvalfelí kom frá Ný- fundnalandi á föstudaginn og landaði 280 lestum af karfa. •— Hallveig Fróðadóttir Iandaði sama dag 120 lestum. Var það mestmegnis þorskur, sem veidd ist á heimamiðum. Undanfarið hefur verið slæm tíð á heimamiðum og afli því tregur. Togarinn Askur var væntanlegur til Reykjavíkur í gær frá Nýfundnalandi. Einnig eru Þormóður goði og Þor- steinn Ingólfsson á leiðinni af sömu slóðum. Eru allir þessir togarar með fullfermi, að því er Hallgrímur Guðmundsson hjá Togaraafgreiðslunni tjáði blaðinu í gær. Dráttarbraut á Akureyri iilbúin í árslok 1961?. HAFNARNEFND Akureyrar hefur leitað tilboða erlendis í byggingu allt að 1000 tonna dráttarbrautar, og hafa borizt svör frá 9 fyrirtækjum í Þýzka landi, Bretlandi og Bandarikj- unum. Þá hefur hafnarnefnd fengið í sína þjónustu Þorbjörn Karlsson verkfræðing, sem vinnur í nánu sambandi við vitamálaskrifstofuna. Hefur hann samið álitsgerð um fyrrgreind tilboð, þar sem bent er á, að ekki sé auðvelt að bera þau sarnan, þar sem ekki' hafi verið lögð fram fullkomin útboðslýsing og teikningar af hálfu hafnarnefndar. Þá segir Þor'björn ,að eins og þessi skip gerist í dag, þurfi slippurinn að. geta tekið upp 1600 lesta skip Framhald á 5. síðu. Sjávarúfvegsmála- útvegsmenn. AÐALFUNDUR LÍÚ hefst í dag kl. 4 síðd. Þetta er 20. að- alfundur sambandsins, en það var stofnað 17. jan. 1959. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarcafé og sitja hann 80 fulltrúar, en gert er ráð fyrir að hann standi til miðvikudags. Aðalviðfangsefni fundarins verður rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins í framtíðinni, jafnframt því sem önnur hags- munamál sjávarútvegsins mun bera á góma. Sjávarútvegsmálaráðherra Emil Jónsson ávarpar fundinn og dr. Jóhannes Nordal banka- stjóri flytur ræðu um horfur í verzlunarmálum Vestur-Ev- rópu. I FYRRINOTT fór fram at- kvæðagreiðsla í neðri deild um þá tillögu Framsóknarmanna að heimila ríkisstjcirninni að 'greiða bændum hin margum- ræddu 3,18%. Það sem vakti mesta athygli í sambandi við at kvæðagreiðsluna var það, að kommúnistar voru þrílclofnir. Tveir kommúnistar, Gunnar Jóhannsson og Karl Guðjóns- son, greiddu atkvæði með til- lögu Framsóknar. Eðvarð Sig- urðsson greiddi atkvæði gegn henni. Og 4 kommúnistar sálu hjá við atkvæðagreiðsluna, eða þeir Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósepsson, Geir Gunnarsson Og Páll Kristinsson. Ufvarps- umræðurnar stjórnarandstaðan hefur heimtað útvarpsumræður frá alþingi vegna framkominn- ar tillögu um frestun á þing- störfum um sinn. Útvarpsumræðurnar fara fram annað kvöld, mánudags- kvöld, og hefjast kl. 8.15, Um- ferðir verða tvær. UM HELGINA var aust- ur-þýzkur veitingamaður dæmdur í átján mánaða fangelsi og kona hans í tólf mánaða fangelsi fyrir að leyfa gestum að horfa á sjónvarpssendingar — frá Vestur-Þýzkalandi. HIN spenriandi sákámáláléik ur Agötu Christie „Músagildr- an“ verður sýnd í næst síðasta sinn fyrir jól í Kópavogsbíói í kvöld kl. 9,15. Leikurinn hefur hlotið mjög góða dóma og er góð kvöld- skemmtun. Síldveiðarnar sunnan lands: öltun aðeins ílyrra LOKIÐ er nú við að salta í 21000 tunnur sunnan lands í haust og fram að þessu. Er þetta aðeins þriðjunugr þess, cir salt- að hafði verið á sama tíma í fyrra, en þá nam söltun Suður- landssíldar 65 000 tunnum. Alþýðublaðið fékk þessar upp lýsingar hjá Gunnari Flóvents skrifstofustjóra Síldarútvegs- nefndar í gær. Hann sagði, að ástæðan fyrir því hversu mikið minni söltunin vær nú en í fyrra væri sú, að ógæftir hefðu veiið óvenju miklar undanfar- ið. Þá hefði í fyrra verið tals- verð síldveiði á Breiðafirði og söltun á verstöðvum við Breiða fjörð numið 10 þús. tunnum, en nú hefði söltun verið lítil sem engin þar. 65 ÞÚS. Á MÁN. í FYRRA Gunnar sagði, að í fyrxa hefði verið saltað í 65 þús. tunn ur frá miðjum nóvember og fram til 20. desember, en þá lauk síldveiðunum. Gæti mikið veiðzt í desember nú ef vel viðr aði og söltun því aukizt mikið enn, en þó væru allar horfur á, að söltun yrði mun minni nú en í fyrra og hið sama væri raunar að segja um frystingu. SAMIÐ UM 55 ÞÚS. TUNNUR Gunnar sagði enn fremur, að Framhald á 3. síðu. jWWVWWWWCWWVrtMWWWWWWWWWWWCW

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.