Alþýðublaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 3
ALLTAF er verið að l;asra ökumenn fyrir ölvun við akstur og hafa 269 menn verið ákærðir fyrir þetta alvarlega brot það sem af er árinu. Alls voru 198 ökumenn kærðir fyrir ölvun við akstur allt árið í fyrra. Hvaða ráð duga til að venja menn af þessum hættulega ó- sóma? Sigurður Ingason Frú Selma Jónsdóttir, listfræðingur. í DAG kemur út á vegum Al- menna Bókafélagsins doktorsrit gérð frú Selmu Jónsdóttur list- fræðings, Dómsdagurinri í Flata tungu. Mun hún verja doktors- ritgerðina við Háskóla íslands NÝJA Eyjaskipið Herjólfur var væntanlegt til Vestmanna- eyja kl. 9—10 í morgun, og á- kveðið er að það leggist að bryggju kl. 2 í dag. Verður þar tekið á móti skipinu með við- liöfn, en það mun halda áleiðis til Reykjavíkur eftir 12 stunda dvöl í Eyjum, og er því vænt- anlegt hingað í fyrramálið. 21 BÁTUR kom til Keflavík- Tir í gær með 2108 tunnur. Vonin var með 557 tunnur í Iherpinót, en hæstur rekneta- foáta var Svanur með 200 tunn- ur. Til Sandgerðis bárust 1370 tunnur af 15 hátum; aflahæstur var Muninn II. með 250 tunnur. 1193 tunnum var landað í Grindavík úr 15 bátum. Aflahæstur Akranessbáta í jgar var Bjami Jóhannesson Mieð 340 tunnur. 16. jan. nk., en það er í fyrsta sinn, sem kona ver doktorsrit- gerð sína við Háskólann. Frú Selma mun og vera önn-' ur íslenzkra kvenna, sem dokt- orsnafnbót hlýtur, en Björg C. Þorláksson mun fyrst allra ís- lenzkra kvenna haf a hlotið slíka nafnbót. Hún varð sína ritgerð við háskóla í Frakklandi, Ritgerð frú Selmu er rituð á þann hátt, að aðgengileg er ætl- uð öllum þeim, sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik. Er efn- inu skipt niður í sjö kafla, en þar er fjallað um mynd, sem j verið hefur í Flatatunguskála og borið samian við myndir í Monte Cassino á ítalíu, en j myndir þessar hvoru tveggja j eru dómsdagsmyndir. List sem þessi var næsta fátíð í Vestur- Evrópu á þeim tíma, sem mynd 1 in hefur verið gerð, — að sögn frú Selmu, og er hér um að ræða mikið og merkilegt íista- verk. Einnig kemur hún með skýr- ingar á því, hvernig hugmyndin að þessum myndum hafi komizt hingað til lands, og yfirieitt ræð ir hún allt það, sem viðkemur þessum fornu minjum. Bókin er um 90 bls. að stærð auk fjölda stórra og velgerðra mynda, sem allar eru aftast í bókinni. Getur þar að líta m. a. teikningar eftir Jónas Hall- grímsson skáld og fleiri merkis- menn, sömuleiðis myndir af þeim fjölum og fjalarbrotum, sem þar um ræðir. Bókin er prentuð og myndir gerðar í Sviss, þar sem færustu menn voru tilfengnir, er því hér um mjög vandaða og sér- lega smékklega útgáfu að ræða. Ðoktorsritgerðin kemur mjög fljótlega út í enskri þýðingu- SIGURÐUR INGASON póst- fulltrúi hefuf verið skipaður deildarstjóri við tollpóststofuna í Reykjavík frá næstu áramót- um, og Bjarni Linnet póstfull- trúi héfur verið skipaður stöðv- arstjóri pósts og síma á Egils- stöðum frá 1. febrúar næst- komandi. '__________ Síðusfu sýningar GAMANLEIKURINN Tengda- sonur óskast verður sýndur í 34. sinn í kvöld og ,,Edward sonur minn“ verður sýndur anniað kvöld. Þetta verða síðustu sýn- ingar hjá Þjóðleikhúsinu fyrir jól. Æfingar standa nú yfir á jólaleikriti Þjóðleikhússins og er það hið stórbrotna leikrit Júlíus Cæsur, sem verður frum sýnt á annan í jólum. Leikritið er mjög mannmargt og erfitt í öllum útbúnaði, svo það tekur langan tíma að æfa leikinn. ara i BANASLYS varð að morgni 30. janúar s. I. á mótum Ægis- götu og Nýlendugötu. Féll skips skrúfa af palli vörubifreiðar á mann, sem lézt samstundis. — Að lokinni lögreglurannsókn var mál höfðað af hendi hins opinbera á ökurnann vörubif- reiðarinnar. Tildrög slyssins voru þau, að verið var að flytja skipsskrúfu, rúml. tveggja tonna að þyngd, á palli vörubifreiðar f'á vél- smiðjunni Héðni að togaranum Júlí frá Hafnarfirði, sem var í sl pp í Revkjavík. Á palli vörubifreiðarinnar var einn af mönnum þeim, sem hafði unnið að því að setia skrúfuna upp á bifreiðina. ís- ing var á pallinum. Þegar kom ið var á fyrrgreindan stað, en þar er halli á sö'unni, tók skrúf an að renna áfram á pallinum. Maður'rin revndi að forða sér, og er talið, að hann hafi stokk- ið af bílnum í því skvni. Féll hann á götuna pg í sömu andrá rann skinsskrúfan út af pallin- um og lenti eitt blað hennar á baki hans. Maðurinn lézt fljót- lepa eftir slysið. Við réttarhöld kom í ljós, að skrúfan var óbundin og ófest á palli vörubifreiðarinnar. Dóms málaráðunevt ð ákærði bifreið- arstjórann fyrir vanrækslu í , starfi. í Sakadómi Reykjavíkur var nýlega kveðinn upp dómur í málinu. Bifreiðarstjórinn varj dæmd.ur í 2000 króna sekt til ríkissióðs og greiðslu sakar- kostnaðar. Hann var hins vegar sýknaður af kröfu dómsmála- ráðuneytisins um sviptingu öku leyfis; þár se’m ástæður þóttu ekki nægar fyrir hendi. Skaðabótakrafa var ekki gerð fyrir Sakadómi. KL. 13 Óskalijg sjúklinga. Kl. 14 Raddir frá Norð- urlöndum: Norraón ir háskólastúderil- ar segja frá dvjl sinni hérlendis. 1, 14.20 Laugardagf- lögin. Kl. 17 Brið- ge-þáttur (Eiríkur Baldvinsson). Kl. 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). Kl. 18 Tómstundaþáttur (Jón Páls- son). 18.30 Útvarpssaga barii- anna. Kl. 18.55 Frægir söng.y- arar: Kirsten Flagstad syngur lagaflokkinn „Haugtuása“ eftir Grieg við kvæði Arne Garborgs, Kvæðin verða lesin í íslenzkri þýðingu Bjarna frá Vogi. KS. 20.30 Leikrit: „Loginn helg|“ eftir W. Somerset Maugham,*í þýðingu Karls Guðmundssondr leikara. Leikstjóri: Indrigi Waage. 22.10 Danslög. ■... ........ .... •■'!#}, 4 Vefrarhláfpin í Hafiiarfirl 100 ÁRA afmæli á í dag Helga Sörensdóttir, Fellsseli í Ljósavátnshreppi. Er hún fædd á Hallbjarnarstöðum í Reykja- dal í S-Þingeyjiarsýslu. Hún bjó lengi á Hólsgerði í Köldu- kinn. Maður hennar var Svein- björn Gunnlaugsson, en hann lézt árið 1925. Helga er vel ern. BLAÐAMENN. Fundur verS- ur haldinn í Blaðamannafélagi íslands á morgun, sunnudag, kl. 2 e. h. að Hótel Borg. Áríð- andi mál á dagskrá. Fjölmenn- ið. Á aS faka upp þegn- skylduvínnu hér! NÆSTI málfundur FUJ í Reýkjavík verður nk. þriðju- dagskvöld kl. 8.30 í Ingólfs- kaffi uppi. Umræðuefni: Á að taka upp þegnskylduvinnu á Islandi? — Tveir framsögumenn. Félagar eru hvattir til að fjölmenna stundvíslega. Þetta verður síðasti málfundurinn fyrir jól. VETRAKHJÁLPIN í HaIn- arfirði er um þessar mundir Íað hefja starfsemi sína. í fyéra söfnuðust meðal bæjarbúa 40- 500 krónur og auk þess la|;ði bæjarstjórnin fram 25 þúsurid. Var 65 500 krónum ásamt fatn- aði úthhitað til 137 eittstakliriga og fjölskyídna. Álit söfnunamefndarinnarier að ekki sé mirini þörf nú eri í fyrra til þess að veita fátaéþu fólki aðstoð fyrir jólin. Skoáað er á Hafnfirðinga að bregð|st nú vel við, eins og undanfaiin ár, og taka vel á móti skátun,- um, sem munu fara um bæinn nk. þriðjudag og miðvikudag. Nefndarmenn taka einnig við gjöfum, en þeir eru séra Garðar Þorsteinsson prófastur, séra Kristinn 'Stefánsson, Gestur Gamalíelsson, Guðjón Magtt- ússon skósmíðameistari og Guð jón Gunnarsson framfærslufull trúi. HÉRAÐI, 10. des. 1959. HAUSTIÐ hér hefur . verið sérlega gott. Fyrsti snjórinn féll um mánaða- mótin okt.—nóv., en tók fljótt upp og var orðið al- autt viku af nóvember. Aðfaranótt sunnudagsins 8. nóv. gerði norðan- og nörðvestan stórviðri með éljum. Stóð það yfir þang- að til á þriðjudagskvöld, var veðurhæð allmikil annað veifið og þá snjó- koma, Fjárskaðar munu litlir hafa orðið á Héraði í þessum veðraham. En vart varð við dýrhit í veðraham þessum og mun hann hafa drepið a .m. k. 16 kindur frá Hjarðar- haga á Jökuldal. Upp á síðkástið hafa verið hér mjög miklar rigningar og oft hvassviðri með. Er þar af Ieiðandi hér orðið al- autt fyrir löngu. Hafa rigningar þessar orsakað miklar skemmdir á vegum hæði á Héraði og niðri á fjörðum. T. d. mun hafa runnið mikið úr veginum milli Eskifjarðar og ReyS arfjarðar, mun hann hafa verið ilífær á tíma. Eins hafa skriður fallið á veg- inn á Fagradal, en við- gerðir munu standa yfir á þessum vegum háðum og eíns á Héraði. Unnið er úti víða við byggingar hér t. d. við flugvallarhótelið á Egilsstöðum og íbúðai- hús ,þar og víðar. í nótt gerði nokkurra stiga frost og hélzt það fram um hádegi. Rétt efí- ir hádegið gerðj logndrífu og er nú orðið frostlaust. Baendur hafa ekki haft fé á húsi. LALLI. , Alþýðublaðið 13. des. 1959 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.