Alþýðublaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 12
w INSÍ HÉR eru nokkrir iðnnemar að störfum og það er grein um Iðnnemasamband íslands á bls. 4 í blaðinu í dag. Efst til vinstri: Kristinn Jóns- son, prentnemi í Félagsprent- smiðjunni, 19 ára og hefur lok- ið tæpum 3 árum af námi sínu. Hann er líka efnilegur knatt- spyrnumaður; varð t. d. íslands. méistari 2. flokks sl. sumar — með KR. Næst fyrir neðan: Ólafur £órður Sæmundsson i-afvirkjá- nemi, 19 ára, hefur þegar num- ið iðnina í tæp 2 ár. Hér fyrir neðan: Gunnar Gunnarsson, húsasmíðanemni, 23 ára, hefur að baki tæp 2 ár sem iðnnemi. Til hægri: Hilmar Heiðdal, prentmyndasmíðanemi, 18 ára, hefur aðeins verið tæpt eitt ár - við iðnnámið. Hann er í Prent- myndum að Laugavegi 1 og lær ir því m. a. að gera myndamót- in fyrir Alþýðublaðið. Pakistan fœr olíuhreinsun- arstöð FYRIR nokkrum dögum til- kynnti ríkisstjórnin í Pakist- an, að hún hefði sa'mið við fjögur erlend olíufélög, um að reisa stóra olíuhreinsunarstöð Jsar í landi. Á hún að standa þar við sjó, ekki langt frá höfuðborgiíini, Karaehi. Olíu- félögin eru Burma Oil (enskt), Caltex (Bandaríkjunum), Shell (enskt), og Standard Vacum Oil (enskt). Verður þetta fyrsta olíuhreinsunar- stöðin, sem reist er i Pakist- an. Á hún árlega að geta skil- að tveim milljónum smálesta af olíu, og eru þær tegundir taldar hér á eftir. Á undan er nafnið, er þessar olíur eru nefndar hér, en í svigum Framhald á 9. síðu. SEINT á miðvikudagskvöldi", 2. desember, var verið að prenta blaðið Daily Scetch á neðstu hæð í Carpaelite House i Lundúnum. Gekk það vel að vanda, og gengu vélarnar með töluvcrðum dyn. Gengu vagn- ar jafnótt, út um borgina og nágrennið, með blöð, er þau komu úr prentvéíihni. Fór þá hópur harðsnúinna þjófa upp á fjórðu hæð húss- ins, sprengdu þar lás fyrir peningaskáp, er þeir þóttust eiga erindi í, og komust feurt þaðan með 24 þúsundir sterl- ingspunda (á aðra milljón ísl. króna), án þess að þeirra yrði varí. Var fé þetta talið niður í 1400 bréfpoka, og átti að greiða það næsta dag starfs- fólki við blöðin Daily Scetch og Evening News. Ganga þarna um uppi með jöfnu milliþili slökkviliðsmenn og lögreglumenn, en þjófarnir hafa verið kunnugir háttum þeirra, og því geta farið þarna um á réttum tíma. Sprengingin á lásnum var svo hæfileg, að ekkert sakaði nema lásinn, og hefur því orð- ið þarna aðeins lítill hvellur. Eitt verkfæri skildu þeir eft- ir, eða gleymdu, en lítið á því að fræðast því þau eru svo að segja í hverju húsi. Fingra för voru hvergi. FÖR Eisenhowers forseta Bandaríkjanna til 11 landa í vill til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Banda ríkjunum á næsta ári. Til skamms tíma voru De- mókratar sigurstranglegri í þessum kosningum en Repú- blikanar. Til þess lágu marg- ar ástæður. Repúblikanar töp- uðu meirihluta sínum á þingi er Eisenhower hafði verið tvö ár við völd. í skoðanakönnun í vor kom í ljós, að Repúblik- anar hefðu aðeins fengið 41 prósent atkvæða, og Nixon varaforseti, sem er talinn sig- urstranglegastur úr þeirra hópi hafði aðeins 39 prósent bak við sig, en John F. Ken- nedy, vinsælasti kandídat Ðemókrata 61 prósent. Eisem . hower sjálfur hefði hlotið 41 prósent en stjórnarskrár- breytingu þarf til þess að hann fái að bjóða sig fram aftur. Síðustu vikurnar hefur sí- fellt dregið saman með flokk- unum og nú er svo komið, að Nixon hefur 53 prósent bak við sig samkvæmt. skoðana- könnun Gallups en Kenitedy 47 Drósent. S’tjórnmálafréttaritarar í Bandaríkj.unum eru sammála um, að vinsældir Nixons hafi vaxið við hina velheppnuðu för hans til Austur-Evrópu síðastl ðið sumar, en það næg ir varla til að skýra þá stað- reynd að hann er svo vinsæll með þjóð sinni. Eina skýring- in er sú, áð friðarsókn Eisen- howers og tilraunir hans til að draga úr spennu í alþjóða- málum hafi aukið vinsældir Repúblikana. \ Þjófurinn flask- aði á lestrar- kunnáltunni • MENNTUN er nauðsynleg öllum, sem komast vilja á- írám í lífinu nú á þessum síð- ustu tímum,. innbrotsþjófum ekki síður en öðrum. ‘Virgiliai Mollo, 23 ára ítali hafði vilja, vöðvakraft og nauðsynleg tæki til þess að ræna banka. En gat ekki lesið ensku. Lög- reglan kom að honum þar sem hann var í óða önn að berjá upp læsinguna á peningaskáp í banka í Nassau. Ef hanis hefði verið læs á enska tungu hefði hann getað lesið að á læsingunni stóð að hún væri í sambandi við þjófabjöllu, sem hringdi á lögreglustöð- inni ef reynt var að eiga viS hana. Mollo sagði sér til afsökun- ar, að hann hefði aðeins verið þrjú ár í Bandaríkjunum/„og ég hef víst aldrei verið sterk- ur í lestri“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.