Alþýðublaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.12.1959, Blaðsíða 1
1 40. árgr. — Sunnudagur 13. des. 1959 — 267. árg. EINS og skýrt var frá í blað-' inu í gær, hefur náðst sam- komulag um síldarsöltun í Hafnarfirði og heldur söltun þar bví áfram. Auk þess hefur j verið samið í Reykjavík, Grindavík og Vestmannaeyj-1 um upp á sömu kjör. Áður. bafði náðst samkomulag milli aðila á Akranesi, en hefur ekki enn verið staðfest af Vinnu- veitendasambandi ísiands. Hins vegar hefur. ekkert samkomulag náðst í Keflavík, þrátt fyrir talsverðar samninga ýiðræður, og i gærdag var ekki útiit fyrir að samið yrði að sinni. Hefur söltun leg'ð niðri ■í Keflavík í nokkra. daga af þessúm sokum. NÝJU SAMNINGARNIR. Nýju samningarnir, sem gilda frá 1. nóvember s.l. yfir núverandi síldarvertíð (vetrar- vertíð) eru á þessa leið: Fyrir að hausskera og sló- draga: 1. Stórsíld (1—500 í tunnu) kr. 35,21. 2. Millisíld (500—700 í tunnu) kr. 40,10. 3. Smásíld (700—900 í tunnu) kr. 49,88. Fyrir að rúnnsalta: 1. 1—500 síldar í tunnu — kr. 20,54. 2. 500—700 síldar í tunnu — kr. 26,40. 3. 700—900 síldar í tunnu — kr. 32,27. Eins og sagt var í blaðinu í gær, er hér ekki um kauphækk- un að ræða, heldur sjálfsagða lagfæringu, þar sem í eldri samningum er aðeins gert ráð ■ fyrir 600 síldum í tunnu sem hámarki. Aftur á móti er síld- in, sem nú veiðist mjög smá sum hver, þannig að allt að 900 komast í tunnuna. MHMHmwmHHMWMtMWM HÉRNA er fyrsti jóla- sveinninn. — — Hann vinnur í Liverpool á laug- arveginum. Alþýðublaðs- myndin var tekin af hon- um í gær. Góðlegur karl, finnst ykkur ekki? FIMM togarar lönduðu í Reykjavík í síðustu viku.: Neptúnus landaði á sunnudag inn 135 lestum, Þormóður goði landaði á mánudaginn 367 lest- um. Þorsteinn Ingólfsson laná- aði á miðvikudag 343 lestum og siama dag landaði Úranus 279 lestum. Loks var verið að landa úr Þorkeli mána í gær, ca. 360 lestum. Samtals eru þetta rúmlega 1480 lestir. ENN halda viðræður áfram með fulltrúum neytenda og framleiðenda. Hefur einkum verið rætt um það undanfarið, að breyta lögunumi um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Fulltrúar neytenda leggja á VÉLBÁTURINN „Hafþór“ kom með 4—500 tunnur síldar til Reykjavíkur um hádegisbil- ið í gær. Báturinn hafði verið að veiðum í Miðnessjó á veg- um Fiskileitar- og veiðitilrauna nefndar, sem var að gera til- raun með sænskt síldartroll. | Samkvæmt upplýsingum 111- ' Uga Guðmundssonar, formanns' nefndarinnar, sem var með í veiSiförinni og fylgdist- með til- raununum, virðist þetta nýja troll gefa góða raun og vera lík legt til að veiða í síld í veru- legum mæli. Tókst þessi veiðitilraun yfir- leitt mjög vel og telur Illugi þetta hafa verið verúiegan á- Framhald á 5. síðu. það mikla áherzlu að lögunum um Framleiðsluráð verði bevtt, þannig, að Framleiðsluráðið hafi ekki áfram alræðisvald um ákvörðun dreifingarkostnaðar og smásöluverðs. NÝ SEXMANNANEFND. Mun einkum hafa verið um það rætt, lað setja á fót nýja sexmannanefnd er hefði alia verðákvörðunina með höndum og þá einnig ákvörðun dreifing- arkostnaðar og smásöluverðs. - Mun hafa komið til tals iað Stétt arsamband bænda hefði tvo full trúa í þeirri nefnd, Framleiðslu ráðs landbúnaðarins 1 og neyt- endur 3. Ekkert hafði þó verið endanlega ákveðið er Alþýðu- blaðið hafði síðast fregnir af viðræðunum. VERÐÁKV ÖRÐUNIN EFTIR. Þó að samkomulag náist um breytingu á lögunum um Fram- leiðsluráð og sett verði upp ný sexmannanefnd er eftir að semja um sjálft verðið. Nýr við ræðufundur hófst kl. 4 í gær en vegna þess hve blaðið fór snemma í prentun gat blaðið ekki haft fregnir af þeim fundi. KEFLA'VÍK í gær. — Afli hringnótabáta var sæmilegur í nótt. Kópur landaði hér 270 tunnum í dag, Gylfi 170 og Gunnar Hámundarson, sem er með reknet kom með 210 tunn- ur. Engin söltun enn. MÆTIU TIL BRUÐKAUPSINSIFALLHLIFUM Taipei, 12. des. (Reuter). í DAG fór fram nýstárleg hjónavígsla á Súður-Formósu. Brúður, brúðgumi, svaramað- ur, gestir og hljómlistarmenn mættu til brúðkaupsins í fall- I hlífum! — Öll hersingin varp- aði sér út úr Dakotavél og sveif til jarðar kippkorn frá kirkjunni. Vígslan fór fram fáeinum mínútum síðar. Brúðguminn er fallhlífat- hermaður. Þrjú þúsund áhorfendur voru vitni að því þegar brúð- hjónin og fylgdarlið þeirra stökk úr flugvélinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.