Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 2
1 Oigefandi: Alþýöuílok&itinaii. — Framkvæmdastjórl: Xngólfur Kxlatjftníseoui — Ritstjórar: Benedikt Grcmdal, Gisli J. Astþorsson og Heigi SæmimciÁw?i *éb.). — Fulltrúi ritatjórriar- Siervaldi Hiáimarsson. — Frértastjdri: | GuSimindsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 003. Aaifly* lagafslmi 14 90«. — Aösetui AibyOuhúsiO — Prentsmlftjs Aibý5ubi«íí«*?or t . Hveríisgata 8—10. Sigur beggja ÞAÐ <er fagnaðarefni fyrir alla þjóðina, að samningar sikuli hafa tekizt milli fulltrúa neyt- enda og bænda. Þessir aðlir eiga vissulega að koma sér saman um verðlagningu landbúnaðarafurða. A1 varleg deila reis á síðastliðnu hausti með þeim af- leiðingum, að sex manna nefndin svonefnda varð óstarfhæf, en hún mun áður en langt líður taka til starfa á ný fullskipuð. Það er furðuiegt, að Tíminn skuli tulka það samkomulag ,er náðst hefur, sem sigur fyrir Framsóknarflokkinn og bændur. Neytendur fengu báðum höfuðkröíum sínum fullnægt. Verð innanlands verður framvegis ekki hækkað til að bæta upp útflutning, eins og gert hefur ver- ið, og framleiðsluráð, sem er skipað bændum, hefur ekki lengur eitt vald til að ákveða dreif- ingarkostnað. Hins vegar verður bændum tryggt sama verð fyrir útfiutning sem innaniandssölu — og er þeim það rnjög mikils virði. Mega því báðir vel við una. Fyrir utan þessa deilu, sem hefur verið ieyst með samkomulagi, var sjálft verðið á landbúnaðar afurðum, sem allur þorri landsmanna mun hugsa öliú meira um. Það verður nú hlutverk hinnar endurreistu sex manna nefndar að semja um nýj- an verðlagsgrundvöll — og verður þess beðið með mikilli forvitni, hvernig það starf tekst. John J. Muccio ÞAÐ skiptir meginmáli fyrir íslendinga, að þeim fulltrúum, sem erlend ríki senda hingað til lands, takist að slkilja íslenzku þjóðina og lífsbar- á'ttu hennar. Á slíkum skilningi getur byggzt, hversu vinsamleg tengsl haldast milli íslands og umheimsins. Undanfarin fimm ár hefur John J. Muccio verið amb'assador Bandaríkjanna hér á landi, og hefur hnn í ríkum mæli sýnt vandamálum þjóðar- innar skilning og samúð. Hann hefur verið hinn á- gætasti fulltrúi þjóðar sinnar, en jafnan reynt og oítast tekizt að leysa sameiginleg vandamál á þann hátt, að báðar þjóðir gætu vel við unað. Þótt mik- il tengsl séu milli íslands og Bandaríkjanna og vin átta þjóðanna hvíli á föstum grupni, hefur dvöl bandarískar hersveita í landinu skapað mörg við- kvæm vandamál, sem engan veginn hafa verið auð 'leyst. Muccio ambaddador er nú farinn af landi burt. Hann og fjölskylda hans hafa eignazt hér marga vini, sem þakka þeim störf þeirra hér og öiSfca þeim allra heilla í framtíðinni. / Vegna mikiilar þátttöku úr Reykjavík og næsta nágrenni í JÓLAÞRAUT BARNANNA, sem biríist hér í blaðinu sl. sunnu- dag, hefur verið ákveðið að veita 200 aukaverðlaun. Ná þau til fyrstu 200 barnanna, sem senda rétta lausn á þrautinni og búsett eru utan Reykjavíkur og næsta nágrennis. SAiMTVTiEJMcrTriffiircEffiiiMíaÆjia Hefja tif hinzfu sfundar Heimsfræg bók um æfi Önnu Frank eftir þýzka rithöfundinn Ernst Schnabel Allir, sem séð hafa leikritið, „Dagbók Ömui Frank" þurfa að lesa þessa- bók í hinni snjöllu þýðingu Jónasar Rafnar, yfirlæknis. Kristbjörg Kjeld ritar formálsorð að bókinni. Kvöldvökuútgáfan ELECTROLUX Einkaumboðsmenn N ý k o m i ð : HRÆRIVÉLAR BÓNVÉLAR RYKSUGUR LOFTBÓNARAR Þeir, sem hafa hug á að tryggja sér þessar óviðjafnanlegu heimilisvélar til jólagjafa í ár, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við oss sem fyrst. Þetta eru einustu heimilisvélarnar af slíku tagi sem hafa 2% árs ábyrgð. Hannes Þorsteinsson & Co, 1U des.; 1959 Alþýðubla^ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.