Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.12.1959, Blaðsíða 16
40. árg. — Fimmtudagur 17. desemberr 1959 — 270. tbl. TOKYO. — Fellibylur, sem gekk yfir Japan fyrir skömmu olli því að verð á .perlum mim hækka gífur. Ifiga á næstu árum. Hann' fór yi'ir helztu perlurækt- arsvæði Japans og orsak- ar samdrátt í perlufram- teiðslu þeirra næstu tvö til þrjú árin, en það er sá tími, sem það tekur fyrir perlur að þroskast í ostr- unum. Fellibylurinn Vera fór í haust yfir Honshu og lagði Nagoya-hérað í eyði og létust 5000 manns af völdum hans. Nagoya er ' miðstöð perluræktar Ja- pana. í fellibyínum skoi- aði 75.000 perluostrum á land, en verðmæti þeirra nemur tíu milljón dollur- um. Japanir framleiða ár- lega 82.500 pund af perl- um en búist er við að næsta árs framleiðsla verði aðeins 66.000 pund. Myndin sýnir hvernig umhorfs var eftir að felli- bylurinn Vera hafði farið yfir Nagoya. Fellibylurinn felidi tré hvar, sem hann fór um O'g bar á haf út, bygging- ar allar hrundu og sjór gekk á land. Hvar, sem fellibylur fer yfir skilur hann eftir sviðið land og rtakið, enginn gróður stenzt hann og jafnvei steinar færast úr stað. Fellibyljir eru einkum al gengir á Kyrrahafi og hef ur Japanir orðið flestum löndum ver út úr þessum Framhald á 14. síðu. NYJA DELHI, 9. des. — Indverskt sveitafólks kom í stórhópum til Nýju Delhi til þess að sjá Eisenhovver er hann kom þar í vikunni. Sjötug kona frá Mehauli sagði: — Enginn mundi ferð ast 40—70 mííur til þess að sjá venjulegan mann. En Eisenhower er Vishnu ka Avaatar, líkamning Vishnu þess guðs Hindúanna, sem verndar mennina. Hún gaf þrjár ástæður fyrir þessari skoðun. 1) Eisenhower hefur sama vald og Vishnu. Hann getur eytt öllu lífi ef hann vill en notar ekki vald sitt nema til að eyða hinu illa. 2) Hann er velgjörðamað- ur eins og Vishnu. Hanu sendi Indverjúm hveiti í Framhald á 14. síðu. Vopnafirði 3. des. 1959. FREMUR stórviðrasamt hefur verið hér í seinni tíð. Hafa verlð hér miklar rign- inghr og hvassviðri, er því orðið alautt í byggð og langt upp í hlíðar. Hefur veður- ofsinn valdið því m. a. að strandferðaskipin hafa siglt framhjá vegna þess að þau Fréttabréf Fjárskab- ar ausf~ an lands komust ekki upp að þryggju og nær ófært mun hafa verið fram í þau á bát. Vöru það Esja og Hekla í síðustu hring ferð. Bændur þeir er mest befur vantað af fé sínu, hafa leitað þess af miklu kappi að undanförnu. Hafa þeir fundið margt, bæði í fönn og langt inn á heiðum, en þetta var geysistórt svæði sem féð var dreift um þeg- ar óveðrið skall á 9. nóv. s. 1. Fjölmennur vinnuflokkur í vinnur nú að stækkun síld- arveiksmiðjunnar hér á stað, er þar um að ræða stækkun á aðalvinnslusal og bygging mjölskemmu. Verk- stjóri er Sigurjón Jónsson trésmiður. „Katla“ lestaði hér 28. nóv. s.l., 3611 tn. af „eut“síld á Rússlandsmark- að frá söltunarstöðvunum Auðbjörgu h.f. og Hafblik. Mun líkt magn hafa farið frá söltunarstöðvunum, en þó heldur meira frá Auð- biörgu. Er þá öll útflutnings- síld farin frá Vonpafirði en eftir er úrgangsíld og kvið- skemmd, sennilega um 12— 1300 tn á báðum stöðvunum. Katla fór héðan suður á firði að fulllesta. Hið nýja togskip Vonpfirðinga og Borgfirðinga (eystri) „Bjarn arey“ mun væntanlegt hing að upp úr mánaðarmótunum núna. Verður 'Vopnafjörður þess fyrsta höfn og heima- höfn. Nýr kaupfélagsstjóri flyzt með fjölskyldu sína hingað urn áramótin í stað Halldórs Ásgrímssonar alþm. er lét af því starfi í sumar. Er það Guðjón Ólafsson áður kaup félagsstjóri í Búðardal, en í sumar og haust hefur Sigur jón Þorbergsson fulltrúi veitt kaupfélaginu forstöðu. Þá kemur og nýr læknir um áramótin: Sverrir Haralds Framhald á 14. síðu. SUÐURSKAUTSLAND áfast við Afríku ? SUÐURSKAUTSLAND hefur einu sinni verið áfast við Suður-Afríku, en ein- hvern tíma fyrr á ölduni jarðsögunnar hefur það flot ið frá því suður á bóginn. Þetta er eitt af því sem upp- lýst var á ráðstefnu um mið- urstöður jarðeðlisfræðiárs- ins, haldinni í Buenos Aires nýlega. Enski vísindamaðurinn Raymond Adie skýrði frá því, að kol, sem leiðangur Vivien Fuchs fann, séu ná- kvæmlega sams konar og kol, sem grafin eru úr jörðu í Suður-Afríku. Vísindakonan Edna Plum- stead frá Suður-Afríku hef- ur og sýnt fram á að stein- gerðar jurtaleifar fundnar í Suðurskautslandi séu af ná- kvæmlega sömu tegundum og fundizt hafa einnig í Suður-Afríku. Er þar um að ræða jurtir með fsiknarstór blöð. Japanski vísindamaður- inn Takesi Nagata er sömu skoðunar. Hann hefur þris- var verið leiðangursstjóri á Framhald á 14. síðu. LÍTIÐ marsín hafði næst- um því komið í veg fyrir heljarmikinn jazzkonsert í Málmey fyrir skömmu. Danska trompetstúlkan Ilse Bronnley á marsvínið og hún getur ekki leikið opin- berlega nema það sé nálægt henni. Ilse er aðeins 13 ára og þegar marsvínið kom ekki fór hún að gráta og neitaði að fara á senuna. Sér til huggunar greip hún saxó fón, sem hún getur líka spil á, en náði engu hljóði úr aonum. Marsvínið hafði sem sé skriðið inn í saxófóninn. Ný Magnani MARIA COR’VIN er fædd í Suður-Afríku en hefur lært í Róm. Hún hefur leik- ið þar undanfarin fimm ár og spá sumir, að hún verði ' MHUMUHUUUUMWmMMtWWtlMMWMl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.