Alþýðublaðið - 18.12.1959, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.12.1959, Blaðsíða 13
Oscar Clausen: — Á fullri ferð. Endurminningar. 220 bls. Bókféllsútgáfan. Reykja víkl959. ÞAÐ er fornt orð, að fár bregður hinu betra, ef hann veit: hið verra. Þessi orðskvið- u’r er því miður alltof mikið sannmæli, en þó hvergi nærri aigiidur, eins og ljóst hefur raunar verið þeim spaka manni, er mótaði málsháttinn svo varfærnislega í öndverðu. Árið 1943 dvaldist ég tvisv- ar í Ölafsvík, um vikutíma í hvort sinn. Ég var óheppinn með veður í bæði skiptin, því að norðanstroka stóð upp á víkina alla daga. En það bætti úr skák, að ég átti þar góðu atlæti að fagna í læknishúsinu — og ekki spillti það, að þar var heimilisvinur Oscar Claus en, rithöfundur og verzlunar- maður. Ég þekkti hann áður af orðspori, enda hafði hann þá gefið út nokkrar bækur, en aldrei hafði ég fyrr við hann rætt og varla augúm lit ið. Mér duldist það ekki allt frá fyrstu kynnum okkar, að Oscar var hinn mesti fræða- sjór, hafði unun af að miðla öðrujn af fróðleik sínum og kunni vel að segja frá. Gam- ansamur var hann, en eftir því tók ég, að gaman. hans var ó-' venjulega græskulaust. Auð- heyrt var, að hann var maður góðgjarn og undantekning frá þeirri reglu, er áðurgréindur orðskviður felur í sér. Oscar er nú kominn á þann aldur, að hann trúir ekki huga sínum einum eða laus- lega hripuðum minnisblöðum lengur fyrir endurminningum sínum. í fyrra sendi hann frá sér bókina Með góðu fólki, endurminningar, er hlutu hin ar beztu undirtektir. Nú í haust kom svo annað bindi í sama dúr, og nefnir hann það Á fúllri ferð. Það er skemmst frá að segja, að aldurinn hef- ur ekki spillt Oscari, frásagn- argleðin, sem kunn er af eldri ritum hans, og góðvildin, sem engum fær dulizt, er mannin- um kynnst, eru meginein- kenni þessara endurminninga hans. Hann er þar bæði fræð- inn og skemmtinn sem fyrr. Oscar er maður mannblend- inn að eðlisfari, og störf hans fyrr og síðar hafa verið þess eðlis, að hann hefur haft sam- skipti við mikinn fjölda manna. Það sætir því furðu, hve fáu misjöfnu hann hef- ur frá að segja eftir rösklega sjö áratuga veraldarvolk. Og frásögn hans orkar þannig á lesandann — eða mig að minnsta kosti — að honum sé það eðlisgróið og eiginlegt að gefa fremur gaum hinu já- kvæða en hinu neikvæða í fari náungans og umhverfinu, en leyni lesandann ekki brestum manna af tepruskap. Sumir kunna ef til vill að sakna and- stæðnanna í bókum. þessum, skugganna til að vega upp á móti birtunni. En þann skort bætir höfundur upp með góð- látlegri gamansemi sinni, en hún er einmitt þriðji megin- þátturirm, sem þetta verk Osc- ars er ofið úr. Engum, sem klæjar ekki því meira eftir ilhnæigi um náungann, þarf þess vegna að leiðast lestur þessara bóka. Á fúllri ferð er engan veg- inn samfelld né fullkomin ævisaga höfundar fremur en fyrii bókin. Hann lýsir miklu meira lífinu umhverfis sig en hið innra með sér. Engu að síður er efnið, sem skiptist í nokkra því nær sjálfstæða þætti, — allt sótt í líf og: reynslu hans sjálfs. — í fyrri hluta bókarinnar segir mest frá verzlunar- störfum höfundar f Stvkkis- hólrni, en þar dvaldist hann um langt skeið við verzlun Sæmundar Haldórssonar, hins þjóðkunna athafnamanns. — Okkur, sem enn erum mið- aldra eða þaðan af yngri, er mikill fengur að lýsingu þeirri á búðar- o.g skrifstofustörfum, fjárkaupum, vöruverði, vinnu tilhögun og ýmislegu aldarfari — sem fram kemur í þessum kafla. Slíkar lýsingar hljóta einnig að verða mikils virði óbornum kynslóðum, þegar enginn verður framar ofar moldu til að segja frá þessum tímum af eigin raun. Mann- lýsingar í þessum kafla krydda alla frásögnina og eru og verða vafalaust framvegis í góðu gildi, svo langt sem þær ná, þótt einhliða kunni að þykja, þareð skuggahliðunum er að mestu sleppt, eins og fyrr segir. Framboð hófundar og kosn- ingabarátta, sem þarna segir frá þóttu mér nýstárleg tíð- indi, því að ég var áður alls ófraður um þennan æviþátt hans. Hitt kemur mér ekki á óvart, að Oscar hefur verjð fyllijega hlutgengur á þeinj vetrvsngi. Jón Þorláksson þurfti sem sé að leggja sig ail- an fram og grípa til vélræða til þess að bægja honum frá kosningu, og auk þess var Osc- ar svo óheppinn, að árið 1916 þurftu konur að hafa náð 39 ára aldri til að öðlast kosn- ingarrétt, svo að þess var eng- in von, að hami hreppti hnoss- ið! En það lýsir höfundi vel, að einskis kala kennir í frá- sögn hans til Jóns né Páls Bjarnasonar Vídalíns sýslu- manns, sem komu í veg fyrir kosningu hans. Fjörugasti og að ýmsu leyti athyglisverðasti kaflinn í bók- inni er um spítalamálið í Stykkishólmi og meðalgöngu Oscars í því máli milli Hólm- ar;a annars vegar og kaþólskra í Landakoti hins vegar. Áhugi hans á fögrum hugsjónum og mannúðarmálum kemur þar einkar vel fram. Augljós er ó- blandin virðing hans fyrií hinu merkilega menningar- og líknarstarfi, er nunnurnar og aðrir kaþólskir í Landakoti inna af hendi, en hvergi nýt- ur gamansemi Oscars sín bet- ur' en í lýsingum hans á ann- arlegum siðum og hátterni þessa fólks eða viðhafnarvið- tökum, er Meulenberg biskup og höfundur hlutu á frönsku herskipi. — Spítalamálið, sem Oscari er mjög svo hugleikið, hefur þó skilið eftir sig í sál hans beiskjubrodd, — sem hvergi verður annars staðar vart í bókinni; Hann kvartar hvað eftir annað yfir vanþakk læti Hólmara í sinn garð fyrir afskipti sín af málinu. Ég trúi því ekki, fyrr en ég tek á, að Oscar skrökvi á sig neinum góða mál. Hitt þykir' mér lík- legra, að góðmennska sé ekki eins einráð á Snæfellsnesi og Oscar vill annars yera láta Og nafngiftin Með góðu fólki, — bendir til, enda kann hér að læðast sá grunur að hinum hrekldausasta lesanda, að séra Ár'ni og Þorbergur hafi líka eilítið til síns máls. En skylt er að geta þess, að Oscar læt- ur aðra for vígismenn spítala- málsins í Hólminum njóta fyllsta sannmælis,. svo sem Pál sýslumann, er forðum varnaði Oscari þingsetunnar. Næstsíðasti bókarkafli er Mislýnd örlög, svipmyndir úr lífi alþýðufólks á Snæfellsnesi, sem fengið hefur að reyna sitt af hverju í lífinu. Hér trúi ég, að Oscar dylji, a. m. k. stund- um, hin réttu nöfn persón- anna, en það tiltæki hans kann ég raunar ekki að meta. „Guðrún í Múla“, — móðir skáldsins, er hvíti dauðinn lagði að velli ungan að árum, ætti t.d. ekki að þurfa á neinni hulu að halda yfir nafn sitt, ef lýsing Osears á henni er nærri lagi, enda þótt örlögin hafi farið um hana ómildum höndum. Að bókarlokum er svo kafl- inn Tveir afreksmenn, en þeir eru Thor Jensen og Emil Ni- elsen. 'Hinum fyrrnefnda hafa fyrir skemmstu verið gerð miklu rækilegri skil annars- staðar, og er frásögn Oscars þó góðra gjalda verð. Af Emii Nielsen hefur höfundur haft náin kynni og dáir mjög þenn an son Danmerkur, er lét ís- land njóta frábærlega góðs ævistarfs. „Hjartað var heitt í brjósti sjóhetjunnar“, segir Oscar um hann og hittir þar vel í mark. En vel lýsir það hleypidómaleysi Oscar's, sem forðum skipaði sér í flokk hinna eindregnustu skilnaðar- manna og leit „dönsku mömmu við Eyrasund" óhýru auga, hversu fagurlega hann minnist þessara tveggja dansk bornu manna, er gerðust merk ir brautryðjendur hér úti á íslandi. Á fullri ferð bregður ágætu Ijósi yfir merkilega þætti ís- Framhald á 4. síðu. fil Hannesar Hafsfein — hókin, sem segir frá „tveim af dásamiegsislu mönnum, sem ísland hefur alfð." ÍSAFOLD. posfhúsa Laugardaginn 19. desember 1959 verða eftirtalin pósthús opin sem hér segir: Póststofan Akureyri 9—22 Pósthúsið Hafnarfirði 9—22 Pósthúsið Kópavogi 9—12 og 13—19 Pósthúsið Akranesi 9—12 og 13—19 Pósthúsið Keflavík 9—12 og 13—19 PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN. \ Alþýðublaðið — 18. des. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.