Alþýðublaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 1
MIKIÐ hefur verið skrifað um ísland í bandarísk- um blöðum undanfarið, og gætir vaxandi kala í garð Islendinga fyi’ir viðhorf þeirra gagnvart vamarlið- inu. Skrif þessi eru yfirleitt í tilefni af væntanlegum heimflutningi 1200 fótgönguliða frá Keflavík. Blöð víðs vegar um Banda- ríkin hafa flutt fregnir af því, að samkvsemt ósk íslenzka stjórnarvalda séu blökkumenn ekki sendir til landsins. Þetta kom fram í yfirlýsingu tals- manns varnarmálaráðuneytis- ins í Washington, en var mót- mælt af sendiráði íslands þar i borg. Flest blöð birta yfirlýs- inguna, sem átti að vera svar við fyrirspurn frá blökkumanna blaðinu „Amsterdam News“ í New York, en mjög fá þeirra segja frá mótmælum sendiráðs- ins. Þannig eru Islendingar stimpl aðir í kynþáttamálum. Til dæm- is segir hið víðlesna tímarit TIME, að íslendingar „leggi á- herzlu á að halda kynstofni sín- um hreinum“. Síðan segir, að Is lendingar noti rétt sinn sam- kvæmt varnarsamningnum til að „tryggja að negrar séu úti- lokaðir“. Þá virðast hinar ströngu regl ur, sem hér gilda urn ferðir her- manna utan við Keflavíkurflug völl, vekja vaxandi gremju, eins og sést af þessari klausu í TIME: Síðan varnarliðið kom til landsins 1951 hafa „hinir þögulu og einangruðu íslending ar verið nærri því eins kulda- legir og landslagið. Enda þótt Amefíkumenn hafi komið tii HVAÐ eru jól án blóma? Hvað eru blóm án fallegr- ar stúlku? Á þessari Al- þýðublaðsmynd, sem tek- in var í Flóru í fyrradag, er hvorttveggja: Falleg blóm og blómleg stúlka. ★*★$■ ★#★$★#★#★9- landsins samkvæmt boði, hafa íslendingar farið með þá eins og óvelkomna og óboðna gesti. ís- lendingar eru hræddir um sjálfstæði sitt og leggja áherzlu á að halda kynstofni sínum hreinum. Þeir hafa aldrei tekið vel við útlendingum, hvort sem þeir komu sem hernámslið eða varnarlið. Fyrir 1200 banda- ríska hermenn 3200 flugliða og sjóliða og 800 óbreytta borgara eru aðeins veitt 130 fararleyfi út af flugvellinum á kvöldi. Þeir, sem fá leyfin, verða að vera í einkennisklæðum og hverfa úr borginni fyrir kl. 10.30, nema á miðvökudögum, eina kvöldið sem barirnir eru lokaðir. Sumir Ameríkumenn hafa gegnt ársþjónusru sinni á íslandi án þess að fara nokkru sinni út fyrir flugvöilinn. ís- lendingar nota rétt sinn til sam ráðs um „samsetningu“ banda- ríska liðsins til að tryggja að negrar séu útilokaðir. í GÆR var hleypt straumi frá hinni nýju Sogsvirkjun við Efra fall á háspennukerfið á Suðurlar-di og í Reykjavík. Fór fram í þessu sam'bandi hátíðleg athöfn fyrir austan að viðstödd- um ýmsum gestum, er stjórn Sogsvirkjunarinnar hafði boðið austur. Hinar miklu skemmdir, er urðu vegna veðurs á stíflunni Alla síðustu viku hafa farið við Efra fall sl. sumar, urðu til fram „prófanir“ í hinni nýju þess að tef ja framkvæmdir veru virkjun. Hefur allt reynzt vel í lega og var þá tvísýnt hvort alla staði og gengið samkvæmt j takast mundi að fullgera irkj- áætlun. unina til notkunar fyrir áramót. En verkinu miðaði svo vel á- fram, að unnt var fyrir víku að hleypa vatni á göngin og a® hefja prófanir á vélunum. Eftir helgina mun Alþýðublaðið birta myndir frá virkjuninni og frá- sögn af vígslunni. Hver er Felix? — Svar við því fæst Sunnudagsblaðinu. Nýtt blað með nyju sniði nýstárlegu og efni. Jólablaðið er 52 með litprent síður aðri kápu og því fylg- ir jólagjöf til yngstu lesendanna. Blaðið flestum 'blað- fæst •sölustöðum. Fastir kaupendur Alþýðu- bað rétt fá blaðsnis fyrir iól. 40. árg. — Sunnudagur 20. desember 1959 — 273. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.