Alþýðublaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 3
☆ Baðhengi Plasfefni Piasfkrókar Baðmoffur ☆ Yasaklúfar ☆ Eidhúsgardínu efni ☆ ☆ Gardínu- búóin Laugavegi 28 Félagslíf KFUM A MORGUN: Kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta í Frí- kirkjunni. Kl. 8.30 Sam- koma, sem Kristniboðsflokk- urinn annast. — Allir vel- komnir. Fólk og fjöll RÓSBERG G. Snædal skáld sendir nú frá sér bók með tólf þáttum, er hann nefnir „Fólk og fjöll11. Og upphafs- orð bókarinnar eru þessi: „Fjall er fjall, veit ég vel, — en fjall er líka annað og meira en nafnið. Það er heimur út af fyrir sig. Heimur, sem enginn þekkir nema sá, sem fer um það fótum og kynnist því allt um kring“. M'kið af þáttunum er úr fjöllum og eyðilegum dala- skorum fjallgarðsins milli Húnavatrisþings og Skaga- fjarðar, um eyðibýli og tóftar brot, harðgert, þögult, ein- lægt og dálítið hrjúft fólk, sem ól þar aldur sinn á lið- inni tíð, því að öll eru þessi skörð og dalir komnir í auðn. Rósberg fer um þessi fiöll fót- gangandi, og myndir fortíð- arinnar hópast fram, — fólk, sem þarna fór um, fólk, sem þarna lifði... og dó. Rósberg fer nærfærnum höndum um efnið, og vandséð er hvort náttúran eða örlögin á þessum fjallabólum eru ofar í huga hans, hvort honum þykir vænna um fólkið eða fjöllin. Það skiptir heldur ekki máli. Rósberg hlaut vinsældir fyrir þá þætti sína, er hann fyrir nokkm flutti í útvarpið, og bókin á einnig mikla hylli í vSéndum. Sigvaldi Hjálmarsson. Ferb án enda FÁIR rithöfundar, er skrifa um ferðalög og landkönnun, er vinsælli hér á landi en Peter Freuchen. Nú er bók hans um „veiðimenn við Mel- villeflóa" komin út í íslenzkri þýðingu Jóns Helgasonar rit- stjóra, og varla verður hún til að rýra álit höfundarins. „Ferð án enda“, eins og hún er nefnd á íslenzku, er nefnilega einhver skemmtileg asta bók Freuchens, hressileg og hröð eins og höfundurinn sjálfur, full af ævintýragleði og karlmennsku. Freuchen kann frá mörgu að segja, af því að hann hefur margt reynt og mörgum kynnzt. Hann er sólginn í svaðilfarir, harðger ferðamaður, en þar að auki næmur á sálarlíf og ein- kenni þeirra, sem hann kynn- ist. Af því að frásögn hans er létt og lifandi, af því að hann upplifir atvikin með næmleik skáldsins og festir þau sem slík á pappírinn, en semur ekki bara skýrslu, hefur hon- um stundum verið borið það á brýn, að hann kríti liðugt, en það er naumast ástæða til þess fremur en um aðra, sem minningar sínar rita. Sigvaldi Hjálmarsson. Kæliskápar, Wesfinghouse 9.1 eub. fet. Verð kr. 12,488,00. Hrærivélar Kitchen Aid, stærri Verð kr. 4,650,00 Kitchen Aid, minni, Verð kr. 2,960,00 Saumavélar Köhler zickrzack, Verð kr. 5,715,00 Köh'ler, zidk-zack m. autom. Verð kr. 6,400,00 Saumavélar Hugin, rafknúnar, Verð kr. 3,683,00 m. zick-zack fæti Ryksugur Holland Electro, Verð kr. 1,852,00 Vöfflujárn Vestur-Þýzk, Verð kr. 499,00 ALLT HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI Kaupfélag Hafnfiröinga Strandgötu 28 — Símar 50-159 — 50224 Vetrarhjálpin i Hafnarfirði VETRARHJÁLPIN í Hafn- arfirði er um þessar mundir að hefja starfsemi sína. í fyrra söfnuðust meðal bæjarbúa 40.500 krónur og auk þess lagði bæjarstjórnin fram 25 þúsund. inga og fjölskyldna. Álit söfnunarnefndarinnar er, að ekki sé minni þörf nú en í fyrra til þess að veita fá- tæku fólki aðstoð fyrir jólin. Skorað er á Hafnfirðinga að bregðast nú vel við, eins og undanfarin ár, og taka vel á móti skátunum, sem munu fara um bæinn n. k. þriðjudag og miðvikudag. Nefndarmenn taka einnig við gjöfum, en þeir eru séra Garð- ar Þorsteinsson, prófastur, séra Kristinn Stefánsson, Gestur Gamalíalson, Guðjón Magnús- son, skósmíðameistari, og Guð- jón Gunnarsson, framfærslu- fulltrúi. Alþýðublaðið — 20. des. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.