Alþýðublaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 2
Otgefandi: AlþýBuflokkuriim. — Framkværndastj órl: mgoifur KrlKtjáaiaatcafc.. — Ritstjórar: Benedikt Gröndai, Gisli J. Ástþórsson >g Helgi SseznmiOMK^ <áb.). — Fniltrúi ritstjómar: Sisvaldi Hjóimarsson. — SYéttastjóri: | Jvfak Gutoundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903- Augiý* inyagrfml 14 008. — Aðsetur. Alþýðuhúsið — PrentsœlHja 41þýðnbl«3*ia* Hverfisgata 8—10. GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON, utan- ríkisráðherra, er nú kominn heim af NATO-fund- inum í París. Hann hefur afdráttarlaust borið til baka blaðafregnir þess efnis, að hann hafi á fund- inum gert nokkra tillögu um bráðabirgðasam- fcomulag í landhelgisdeilunni. Allt slíkt tal kallar hann tilbúning fréttaþyrstra blaðamanna. Hins vegar har Guðmundur bæði á ráð- ' herrafundinum og í einkasamtali við Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, fram ítrekuð mótmæli íslendinga gegn ofbeldi hrezkra her- skipa innan 12 mílna landhelginnar og krafðist þess, að herskipin væru kölluð á hrott. Alþýðubl'aðið tók fram, er það birti fregnirn- ar um „tillögu” íslendinga um bráðabirgðalausn landhelgismálsins, að þar virtist málum blandað og væri þörf frekari skýringar. Nú er sú skýring fengin. Það hefur engin breyting orðið á afstöðu íslendinga. Hún er jafn afdráttarlaus sem fyrr. Hitt er athyglisvert, að Þjóðviljinn tekur Ixinar erlendu flugufregnir þegar mjög alvarlega og býður ekki eftir því, að íslenzkum aðilum gefizt tóm til að upplýsa sannleikann. B'laðið getur ekki sleppt neinu tækifæri til persónulegra árása á ut- anríkisráðherra og hikar ekki við að nota erlend- -ar slúðurfréttir í þeim tilgangi. Sannleikurinn skiptir engu máli. Hin raunverulega afstaða ís- lendigna á Parísarfundinum skiptir heldur engu máli, bara ef hægt er að svívirða pólitískan and- stæðing. Þessi botnlausu óheilindi kommúnista sýna bezt, að íslendingar geta í engu treyst þeim. Það er ékki málstaður þjóðarinnar, ekki sannleikurinn um -verk Islenzkra ráðherra, sem Þjóðviljinn hef- ur áhuga á. Blaðið er helgað öðrum hagsmunum og sjönaraiiðum — og þjónar þeim, hvað sem íslenzk- um málstað líður. • í Auglýsingasítni I ! Alþýðublaðsins ■ ! er 14906 — ; ———— 2 22. des. 1959 — Alþýðublaðlð tLjósir dagar Ó/o/s Jóhanns Ólafur Jóh. Sigurðsson: Ljós- ir dagar. Sögur. Valið hefur Sigurður Guðmundsson, — Bókaútgáfa menningarsjóðs. Prentverk Akraness. Reykja- vík 1959. BÓKITST flytur fimm smásög- ur eftir Ólaf Jóh Sigurðsson, tvo skáldsögukafla og skáldsög- una „Litbrigði jarðarinnar1. — Sigurður Guðmundsson rit- stjóri hefur valið efnið og ritað íormála um höfundinn og skáld skap hans. Ytri frágangur er eins og bezt verður á kosiö, bók in prentvillulaus og mesta augnayndi. Valið hefur tekizt ágætiega, þó að ég myndi naumast hafa búið skáldsöguköflunum þenn- an stað, því að þeir verða aldrei nema brot. Heildarsvipur oók- arinnar“ er í sérflokki. Þar sam ef smásögur eins og Köíturinn minn er dauður og Grátur á hausfmorgni hefðu leysc bá af hólmi Minna máli skípcir um Heng'iásinn, þó að paö ?é aö ýii'Su leyti bezta srnásaga Ó.ais Jóh Sjgurðssonar. I fyrsta lagi mun hún kunnust af sögun hans og í öðru lagi náskyid „Lit- brigðum jarðarinnar“. Val henn ar var hins vegar sjálfsögð ráð- stöfun. Hún ber í heild sinni af Því, sem Óiafur hefur enn skrifað, og er í P.lfremstu röð íslenzkra skáldsagna fyrr og síð ar. En hér eru annars aðfinnsl- ur óþarfar. Bókin er höfundi s:num og útgefarxda tii mikils sóma. Megineinkennið á rit- mennsku Ólafs Jóh. Sigurðsson ar er stílsnilld hans. Ég efast um, að aðrir núlifandi rithöf undar okkar skrifi 'fegurra mál og blæbrigðaríkari stíl en hann, og er þó mikið sagt. Enn finnst mér mál hans og stíll meiri í- þróttar en skáldskapurinn, þó að ég kunni vel að meta „Fjaii- Ólafur Jóh. Sigurðsson. ið og draumurinn" og „Vor- kalda jörð“. En „Litbrigði jarð- arinnar“ er í sérflokki. Þar sam ræmist skáldskapunnn málinu og stílnum og málið og stíllinn skáldskapnum á unaðslegan hátt. Sjaldan hefur ungu og viðkvæmu, en þó stoltu og vona ríku sálarlífi verið þetur lýst á íslenzku, þrátt fyrir einstaka hófsemi og nærfærni Ólafs Jóh. Sigurðssonar. Næst „Litbrigð- um jarðarinnar“ koma smásög- ur hans, þegar á heildina er litið. Tökum til dæmis Mynd- ina í speglinum og Níundis hljómkviðuna. Nú loksins er mér ljóst, hvert listaverk hún getur talizt, og met ég þó Hengi lásinn og Grát á haustmorgni meira. En myndi ekki þessi smásaga frambærileg, hvar sem væri á Vesturlöndum? Og Is- lendingar ættu að fylgjast vel með höfundi slíkra smásagna og annarrar eins skáldsögu og ,,Lit brigða jarðarinnar". Hann á frægð bókmenntasögunnar vísa. Formáli Sigurðar Gu.ðmunds- sonar er mér um flest atriði mjög að skapi. Þó vil ég víkja nokkrum orðum að bví, s.em hann kallar lætin um „Liggur vegurinn þangað?“ og tómlæt- ið gagnvart „Kvistur/i; í ait- arinu“. Ekki fæ ég séð, að gagnrýnin á „Liggur vegurinn þangað?“ hafi verið herferð gegn Glafi Jóh. Sigurðssyni, og var ég þó og ér henni ósammála. Sá frægi rithöíundur, sem þar átti hlut að máli, hefur viður- kennt drengilega seinni skáld- sögur Ólafs, og satt að segja var „Liggur vegurinn þangað?“ svo umdeilanleg bók, að gagn- rýnin þurfti varla að vekja furðu, þó að hart væri fram Framhald á 10. síðu. Hannes á h o r n i n u H Mikið bókmenntaaf- rek. Fílabeinshöll Haga- líns. -fr Víðfemt verk á al- þjóðlegan mælikvarða. FÍLABEINSHÖLL Hagalins er að mínu viti heilsteyptasta og innviðamesta afrek hans. Þetta kom mér á óvart. Það er sagt, að það sé vísasti vegurinn fyrir ritdómara til þess að meta lista- verk ranglega, að hafa fordóma gagnvart því, hafa fyrirfram van trú á góðu verki. En ef nú verk- ið eftir kynninguna gjörbreytir þeirri „trú“, er það þá ekki gleggsti dómurinn um gildi þess? EINHVERNVEGINN hafði ég ekki mikla trú á því, að úr lífi sínu í Kópavogi gæti Hagalín, þrátt fyrir ritsnilld sína, gert veigamikið verk. En meðan ég las sannfærðist ég um annað. — Fílabeinshöllinn er frábær bók. Hvað eftir annað gleymdi ég því að ég var að lesa sjálfsæviþátt fyrir hin sterku sérkenni á rit- list Hagalíns frá upphafi bóka hans, einhver ferskur og nýr blær á þessari bók. Hagalín er mýkri, bjartsýnni þrátt fyrir allt —■ viðkvæmari.fyrir öllu því sem lífsanda dregur, djarfari og op- inskárri um sjálfan sig Qg um- burðarlyndari gagnvart öllu og öllum. EN ALLT þetta finnst mér vera aðalsmerki á okkur mönn- unum, hvort sem við skrifum eða skrifum ekki, hvaða starf sem við stundum. — Persónurn- ar, ég á við bæði menn. og dýr, lifa í hugskoti manns eftir að maður hefur lokið lestri. Gest- irnir í Fílabeinshöllinni þjóta inn og út um dyrnar hjá manni og það er eins og hænurnar og kettirnir hjónanna í Höllinni komi hérna að skrifborðinu mínu þegar ég er að skrifa þetta — og mig langar að eiga svona. EN BÓKIN enmeira. Hún er líka játningabók, og þegar Haga- lín játar upplitsdjarfur, bjartur ........................... í augum og þó svo smár gagn- vart lífsundrinu sjálfu eins o@ við erum allir, þá finnst manni, að han sé að gera játningar, a® hann sé að skrifta fyrir alla menn, okkur öll, sem stöndum I stríði á einn eða annan hált. IIAGALÍN er maður, tilgerð- arlaus og heill maður, auðmjúk- ur gagnvart lífinu og umhverf- inu, finnur jafnt til smæðar sinn ar gagnvart Víga sínum,. Pálji gamla — og bankastjóranum. —i Hann upphefur sannarlega ekkl sjálfan sig og niðurlægir engan, hvorki menn né málleysingja. — Mér finnst að Fílabeinshöllin sé meistaraverk, að um það sjálft væri hægt að skrifa bækur. Það er svo víðfemt, margbreytilegt og djúpt. I) ÞÓ AÐ ófúslegt sé finn ég skyldleika með þessu verki Hsga Iíns og fyrra bindi bókar Þór- bergs: Sálmurinn um blómið. — Ég varð ákaflega snortinn af því verki af því að það var svo sannmannlegt. Mér fannst sú bók vera á „heimsmælikvarða“, internationalt verk. Tiifinnlng mín gagnvart Fílabeinshöllinni er enn sterkari og um leið ljós- ari hve.ð þetta snertir. Hagalín hefur þarna skrifað alþjóðlegt verk, svo sannmannlegt er það, svo vel er það byggt — og svo víðfemt er það. —- Mér leikut fcrvitni á að sjá dóma sérfræð- inganna. , I Hannes á hornina. _J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.