Alþýðublaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 1
1 £ > •' 40. árg. -— Miðvikudagur 23. desember 1959 — 275. tbl. Si;S| Tveir bátar komu til Grinda- | víkur, Hafnfirðingur með 164 | tunnur og Júlíus Björnsson | með 133 tunnur, báðir með rek I net. Fór hvorugur aftur út. Eru | Grindavíkurbátar farnir að | búa sig Undir vertíð, en ein- | hverjir hyggja þó á síldveiðar | milli jóla og nýárs. | AFLI síldarbátanna var á- gætur en ekki eins mikill í fyrrinótt og nóttina þar áður og misjafnari í reknet en ver- ið hefur. Til Keflavíkur komu 19 bátar í gær með ca. 3170 tunnur. Þar af voru tveir hri'ngnótabátar: Vonin II með 600 tunnur og Kópur með 250 tunnur. Hæstur reknetabáta var Reykjaröst með yfir 300 tunn- ur, Farsæll var með 300 tunn- ur og fjórir aðrir á 3. hundrað- ið. Nokkrir bátar fengu lélegan afla, 40—60 tunnur, Ekki var búizt vlð, að neinn bátur frá Keflavík reri í gærkvöldi. Sum ir eru í þann veginn að hætta Síldveiðunum,- en aðrir halda áfram miili jóla og nýárs. Sex bátar komu til Sand- gerðis í gær með samtals 2100 tunnur. ’Víðir II var aflahæstur með 850 tunnur { hringnót og Rafnkell fékk 800 tunnur. Af reknetabátunum var Guðbjörg hæst með um 200 tunnur. Tveir hringnótabótar frá Sandgerði fóru til Akraness, Muninn II ög Jón Gunnlaugs með 500 tunnur hvor. Aðeins hrlngnóta- bátarnir ætluou ef til vill að róa f*'á Sandgerði í gærkvöldi. . Til Akraness barst mikill afli og var verið að landa fram á nótt’. Var ýfirleitt ágæt veiði hjá bátunum. Keilir landaði t. d. 634 tunnum (snurpunót) og Sigurvon 687, en reknetabát- arn r voru með 50—-250 tunnur ýfirleitt. ::: AKUREYRI, 22. ds. — Hér er bezfa veður, snjóföl og mjög jólalegt. Greiðfært er um allar nærsveitir og hafa menn t. d. farið til Reykjavíkur á fólks- bílum að undanförnu. Til Húsa víkur er fært á bílum með drifi á öllum hjólum. — G. S. NEW York Herald Tribune birtir nýlega forustugrein, sem stingur mjög i stúf við hinn kalda gust, sem staðið hefur frá ýmsum öðrum blöðum vestra í sambandi við brott- flutning liðs frá íslandi. Þár er bent á, að brottflutningiu- ;nn standi ekki í nein i sam- bandi við deilur vegna dvalar amerískra hermanna á Islandi. Bent er á, að .1100 menn með fimm skriðdreka mundu varla verja fsland og þar að auki hafi þeir ekki verið hluti af NATO- liðinu. Greininni lýkur þannig: „Það er engin ástæða til að harma þessa ráðstöfun — og með því að draga úr fjölda þeirra Ame’ríkumanna, sem gegna skyldum í þessu litla lýð veldi, verður hlutfallslega dregið úr möguleikunum á á- rekstrum, sem óhjákvæmilegir eru, þegar útlendingar, hvort sem er í einkennisbúningitm eða ekki, eru fluttir inn í mjög samrýmt þjóðfélag, jafnvel þótt í bezta tilgangi sé“. m mrn OSTA- og smjörsalan s/f (sjálfstætt fyrirtæki að sagt er) sendir út jóla- og nýárskveðjur þessa dag- ana. En Osta- og smjörsalan s/f er ekki sjálfstæðari en það, að jólakortið þess, er ófrímerkt, ber póst- stimpil SÍS. Og í þokkabót fj'lgir jólakveðju Osía- og smjör sölunisar þessi ábending: Vöruval á öllum hæð- um. SÍS, Austurstræti. lifandi jólasveini miða í HAB - happ drœtti Alþýðublaðsins - í fyrradag. Við segjum frá þessu með annarri mynd eim .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.