Alþýðublaðið - 25.01.1921, Page 1

Alþýðublaðið - 25.01.1921, Page 1
Alþýðublaðið Qeiið át ai AlþýðurtoULnum 19 tölubl. 1921 Þriðjudaginn 25 janúar. Þórðarnir þrírl Á einum listanum, sem nú er í boði við i hönd farandi kosningar •— D-listanum — eru þrír Þórðar: Þórður Sveinsson læknir af Klt-ppi, Þórður Thoroddsea lækmr og Þórðar Sveinsson kaupmaður (eða heildsali) í haust var Þórður Sveinsson læknir kosinn inn í bæjarstjórn, eins og menn muna, þá komst itann þangað með stuðningi al þýðifiokksmanna. En það var konnugt frá upp- bafi, að alþýðufiokksmaður er Þórður ekki, en af skiljanlegum Orsökum vildi alþýðuflokkurinn heldur kjósa hann inn í bæjar stjórn, þar sem vitanlegt var að hann var mótstöðumaður borgar stjóraklíkunnar þar. En að öðrum kosti hlaut að komast að maður, sem er útvalinn maður Sjálfstjórn- ar-auðvaldskhkunnar — Gjorg Ó- isfsson — sá maðurinn, sem lík- Segast öllum mönaum fremur feefir það á samvizkunni að Morgun- biaðið lifir. Því það er hann, sem með lægni sinni hefir tekist að halda saman hinum nokkuð sund- urleita auðmannahóp, sem pungar át til þess að halda Morgunblað- Jau úti. Það er almenningi kunnugt, að óiium kosningum hér í borginni fylgir mikill kostnaður, og þar sem alþýðufiokkurinn samanstend- ur af alþýðunni, þá er skiljanlegt að peningaráð þau, er hann hefir, séu mjög takmörkuð. Og svo takmörkuð, að þó kosnlngskostn- aður alþýðufíokksins sé vafalaust helmingi minni ea kosningakostn- aður hinna „flokkanna" hvers um sig, þar eð yfirgnæfandi meirihluti af þvf staifi, sem unnið er fyrir ókkar fiokk, er gert fyrir málefnið eitt, og án þess borgun komi fyrir, þá álitu fulltrúar verklýðsfélaganna að fiokkurinn hefði beinlfnis ekki ráð á því, að taka þátt f bæjar- stjórnarkosningunum, þar eð aðeins var um einn fulltrúa að ræða, einkum þar sem alþingiskosningar áttu að fara fram á sama vetri. Því skal ekki neitað, að margir alþýðufiokksmenn héldu að Þórður læknir Sveinsson stæði nær okkur en vera hans f bæjarstjóminni hefir sýnt. Má til dæmis nefoa, að hann gekk f bandalag við Jón Þarláksson við fjárhagsáætlunar- umræðurnar og komu þeir f sam- einingu með átta eða tíu tillögur. En um afdrif þessara tillaga fór ekki vel, því þær voru vægðar- 1-ust skornar niður, enda eru á- hrif Jóns Þorlákssonar á sfna flokksmenn þar orðin Iftil, svo sem vel er kunnugt Að Ifkindum mun Þórður hafa hugsað sér að eitthvað af alþýðu- fiokksmönnum fylgdu sér við þess- ar kosningar. En þar skjátlast honum, því nú er tim annað að ræða en við bæjarstjórnarkosning- arnar. Við kusum hann þá afþví við áttum á hættu að fá annan verri, en ekki aí því að okkur lfkaði hann. Og nú kýs hann enginn maður né kona, sem vakn- aður er, eða vöknuð, tii meðvit undarinnar um skylduna gagnvart alþýðunni í heild sinni. Enda mun enginn óvilhallur neita þvf, að þeir menn, sem alþýðuflokkurinn býður fram, séu hæfari til stjórn mála en Þórður, þó hann sé góður læknir og að mörgu leyti maður sem stendur fjöldanum framar. Hvar Þórður mundi vera þegar á þing væri komið, ef hann kæm- ist svo langt, er ekki gott að vita. Sumir hafa getið til, að hann mundi aðallega snúa sér að land- búnaðarmálum, og væri auðvitað gott að einhver gerði það. En hætt er við að einmitt þeir, sem eru stuðningsmenn Þórðar, muni nú vera „spentari" fyrir einhverju öðru en iandbúnaði. Það er kunnugt, að ritstjóra Tfmans er mjög mikið áhugamá! er blað jafnaðarmanna, gefinn út á Akureyri. Kemur út vikulegft í nokkru stærra b’-oti en .Vfsir". Ritstjóri er Halldór Friðjónssort. Yerkamaðuriim er best ritaður alira norðlenzkra biaða, og er ágætt fréttablað. Állir Norölendingar, vfðsvegar um iandið, kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar blöð! Gerist áskrifendur frá nýjári á ^fgrelísln jHlþbl. að koma Þórði á þing, og hafa sumir viljað draga af því þá á- lyktun, að Þórður væri í Títna- fiokknum, en engin ástæða er til þess, að halda að svo sé, þar sem hann hefir lýst því yfir á opin- berum fundi, að hann sé það ekki. Aftur á móti hefir Bjarni frá Vogi lýst því yfir á fundi, að Þórður væri boðinn fram af Sjálf- stæðisfiokknum, en það er ekki kunnugt hvort Þórður hefir einnig borið það af sér. Virðist setxr Bjarni frá Vogi hafi nú fengið mikið dálæti á Þórði, og má segja að þar hafi á skammri stund skipast veður í lofti. Það er ekki iengra síðan en við sfðustu bæjar- stjórnarkosningar, að Bjarni kall- aði þann sem hann nú kallar fiokksmann sinn flokkssvikara, eða svipuðu nafni. Og öðrum manni, sem spurði Bjarna fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar, hvort hann ætlaði ekki að kjósa Þórð, svar- aði hann með þeirri gagnspum- ingu, hvort hann vlidi ekki heldur flytja alla bæjarstjórniná inn á Kleppl Frh.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.