Alþýðublaðið - 26.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þórðarnir þrírl (Niðurl) Um tvo seinni Þórðana þarf eigi langt að rita. Um Þórð Thoroddsen lækni, er Mkt að segja, eins og manninn sem er í öðru sætinu á peninga listanum, Ginar Kvaran. Þeir eru báðir afturgöngur í póiitík — báðir oltnir út úr pólitikinni fyrir Iöngu, og hafa sv® árum skiítir, látið sig stjórnmálin engu varða, Og láta þau sjálfsagt aftur á hill- una, jafnskjótt og kosningarnar eru úti. Þórður Thoroddsen er af mjög mörgum áíitinn góður læknir, og mun af þeim orsökum verða vin- sæll meðal almennings, svo og af allri framkomu sicni sem læknir. Því almæit er um hann, að hann sé bæði mjög ódýr á læknishjáip og gangi stundum jafnvel alls ekki eftir borgun. Það mun hafa verlð þessar læknisvinsældir Þórðar Thoroddsen, sem hafa gert það að verkum, að íyigismönnum Þórðar á Kleppi þótti vænlegt að hafa hann á listanum, til þess að lyfta undir nafna sinn. Þeir hafa auðsjáanlega ímyndað sér að pólitfskur þroski kjósenda hér í Reykjavlk væri nú alment ekki meiri en það, að þeir kysu menn eftir því hvað þeir væru vinsæJir, en ekki eftir skoðunum þeirra. En sennilega eru kjósendur alment ekki eins óþroskaðir, og þeir hafa gert ráð fyrir, þó vafalaust sé nokkuð til hér i Reykjavik af siikum óþroskuðum kjóaendum. Það er þvi alls eigi ósennilegt, að ef Þórður Thoroddsen hefði verið eístur á lista, þá hefði nokkuð af atkvæðum fallið á þann iista vegna vinsælda hans sem læknis. En eðaust hafa D listamennirnir ætlað þessa umræddu óþroskuðu kjós endur Iangtum óþroska^# en þeir eru í raun og veru. 'Þvf þó þeir væru fáanlegir til þess að gefa Þórði Thoroddsen atkvæði s<tt vegna vinsælda han3 sem læknis, þá er áreiðanlegt, að þeir verða fáir, sem ekki sjá það, að þeir með þvi að greiða D listanum at- kvæði láta Þórð á Kleppi einan njóta vinsælda Thoroddsens. Því allir vita að það er mjög hæpið hvort D listinn kemur að efsta manninum, hvað þá meira, Og sé það einhver, sera Iætur sér detta í hug að Þórður Thorodd- s n geti haft nokkra von um að komast að við þessar kosningar, þá á sá maður vafalaust heirna á Kleppi. Eo það er þá einhver annar en Þórður Sveinsson læknir, því engum er kunaara en honum um að þetta sem hér er sagt er rétt, Það mun kansk*. þykja óþarfi að minnast hér á þnðja Þórðinn, sem skreytir D listann med nafni sínu En þó hann sé neðstur á listanum, þá er hann í raun og veru ekki fjær þingsætunum en Þórður Thoroddsen, eða réttara sagt: þeir eru b ðir jafnlangt frá því að ná þingsæti við þessar kosningar. Annars er um þennan Þórð síðasta að segja, að það er langt frá því að hann sé jafnframt því að vera Þó ður síðasti Þórður versti, heldur þvert á móti. Haun er að þvi er virðist minni ræðu maður en hinir Þórðarnir, en slíkt rýrir alls eigi þingmannshæfileika hans. Læknisvit hans er liklegast lélegt, borið saman við nafna hans tvo, og vafalaust er hann langtum ver að sér í öilum andlegum mál efnum, en alnafni hans, sem efstur er á listanum, En án þess nokk' urri rýrð sé kastað á hma Þórð ana, þá mun óhætt að segja, að hann sé þeirra langmestur atorku- maður, og sá þeirra, sem mest hefir af „praktísku* viti, þó hann sé þeirra yngstur. Það mundi þvf sennilega alls eigi gefast illa, að „venda* Iist- anum við næst næstu alþingis- kosningar, ef að líkindum fer við kosningarnar núna og D listinn kemur engum að, ef þá á annað borð svo ólíklega skyldi fara, að „Kjósendafélagið" verði þá enn á á lífi. En reynslan sýnir að slik félög, mynduð í snatri fyrir kosn- ingar, og án nokkurrar málefna- stefnuskrár, eiga vanalega fyrir sér mjög stutt jarðneskt Iíf. Fermingarbörn komi £ kirkj una til sira Jóhanns fimtudag kl. 5 og til síra Bjarna föstudag kl. 5. B-listinn. Munið að B-Iistinn er listi Alþýðuflokksins við þessar kosningar. Kjósið B-Iistann. Atgreidsla. blaðsíns er i Alþýðuhúsinu vií tngólfsstræti og Hverfisgötu. 8(mi 988. Auglýsusgum sé skilað þangað eða i Gutenberg í siðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær siga að koma i blaðið. Áskriftargjald ein Þcr. é cnánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindátkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Lyfjaáfeng-ið. í laugardagsblaði Alþýðublaðs- ins var gefið í skyn að hin mikta áfengisþörf lyfjabúðanna væri þvf að kenna að brennívfnslyfseðlar væru nú aftur að fara í vöxt. Það sem sagt var um ástandið út um landið og brennivínsaustur sumra lækna þar, mun því miður alt of satt. Þó er mér kunnugt * um að suinir Iæknar sem nú selja þar áfengi, eru leiðir á slikri verzlun og ónæði sem þar með fylgir, og bíða eftir að gerðar verði slíkar ráðstafanir að þeir hafi fulla afsckun þess &ð hafa elcki áfengi aflögum. Hér i höfuðst&ðnum mun sann- leikurinn vera sá, að yfirleitt muni vera Iátið úti mjög Iftið af áfengis- lyfseðlum, siðan „verkfallið" hætti í ágústmánuði. En í því verkfalIL tóku þátt, að því er eg bezt veit, allir Iæknar og ekki eingöngu „brennivinslæknar*1. Hinutn siða- vandari læknum mun hafa þótt óviðkunnanlegt að vera skyldaðir til að nota hið illræmdu áfengis- eyðublöð undir lyfseðla og algeng- ustu meðul, þótt vínandi væri í þeira, Ea sem koniið er, hefir ekki fengist aðgangur að neinum skýrsl- um, er ráða megi af að hve miklu leyti læknar misbeiti læknis- ieyfi sínu til áfengisveitinga, En ætla má að úr því að útslrrift úr áfengisbókum lyíjabúðanna ersend opinberri stofnun, Hagstofunni, þá sé svo til ætlast að hún birti yfirlit yfir þær. Hvað ætti Hag-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.