Þjóðólfur - 12.08.1864, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.08.1864, Blaðsíða 2
— 158 — flestum þeim friðarkostum, er fjandmenn þeirra á- skilja, og þó þeir liggi afarkostum næst. f>ví er það að vísu að nú liggr miklu nær heldren áðr, að Danir nái einhverjum friði, og gángi að honum, þótt hann verði þeim nokkuð dýrkeyptr. En beri útaf því, og hafi svo stríðið byrjað af nýu, þá eru Danir þegar orðnir svo beygðir og brotnir á bak aptr af hinum stórkostlegu ósigrum, manntjóni og skot- vopnamissi, er þeir hafa beðið hvað ofan í annað, og svo af því, að þeim er nú öll von þrotin um að aðrar þjóðir skerist í leikinn til að veita þeim, að þeir munu nú enga fyrirstöðu geta veitt Prússum og þjóðverjum framar, ef þeir leita yfrá Fjón og Sjáland, og aðrar eyar Dana með slíku ofrefli og yflrburðum skotvopna og allra hervéla, er þeir hafa framyfir Dani. Er því auðsætt, að hafi eigi leitt til friðar samníngar þeir, sem byrj- aðir voru í Wínarborg undir lok f. mán., heldr snúizt aptr uppí hinn sama fjandskap og styrjöld að nýu, þá er næsta vanséð, hvað um Danmörku verðr og hin ýmsu lönd og landshluta, er undir hana liggja. Yafl sá og full óvissa, sem vér Íslendíngar þannig erum nú í um það, hvernig þessu vel- ferðarmáli Danaríkis muni lykta, gjnrir þá, sem haldið hafa fram nauðsyn sendinefndar á konúngs- fund með þíngvalla-ávarp, nokkru tvíbentari en þeir voru áðr; þeir segja, ef fullr friðr er á kominn og Danmerkrríki helzt eins og áðr í tölu ríkjanna og óháð öðrum veldum, þá virðist að vísu horfin aðalástæðan fyrir nauðsyn sendinefndar, með því að þá þarf eigi að óttast, að ísland verði slitið frá Danmörku, haft til friðarkosta, og afsalað, ef til vildi, einhverju því veldinu, er oss mætti sjálfnm sízt gegna og vér mundum sízt fyrir oss kjósa. Og þarsem hinir munu þaraðauki liafa verið miklu fleiri víðsvegar um land, er aldrei hafa viljað láta sér skiljast, að nein nauðsyn bæri til að gjöra út sendinefnd, enda hvernig sem færi um Danmörku og þá ísland með, heldr hafa þeirsagt þegar hefir verið fyrir þeim brýnt að svo gæti þó farið, aðþáværibezt að »láta þar nólt sem nertim, — sem eigi heldr hafa látið sér skiljast, að af sendinefnd stæði peinn vegr eða gagn landi voru, né heldr afl og fylgi og styrkíng almennu lands- ávarpi til hins nýa konúngs, frá þíngvallafundi, — þarsem þeir hafa verið mildu fleiri er þessa skoð- un hafa haft á sendinefnd héðan nú í sumar, heldr þvertímóti andæft fremr í móti henni sakir kostn- aðarins, þá er að vísu næsta tvísýnt útlit til þess, að f>íngvallafundrinn á mánudaginn kemr, þó hann yrði nokkurnveginn sóktr úr ýmsum héruðum, vili ráðast í þau stórræði (!), að gera út og kjósa sendi- nefnd héðan, hvort heldr 3 eða þá tvo eða jafn- vel einn, en kjósa bg skora á 1 eðr 2 af hinum merkustu löndum vorum í Höfn til þess að gánga í nefndina með þeim, er héðan færi. En þó að oss uggi það, eins og nú var sagt, að margir landsmenn líti öðruvísi á þetta mál en vér, og þó að vér vitum fullvel, að mörgum lönd- um vorum ægir allt það, sem kostnaðr getr lieitið, enda hvað lítill sem er, og viljaheldr látagottmál falla og þó að allsherjar og nauðsynja mál sé, en sinna því og styðja ef eigi er annars kostr, en að því verði að fylgja lítill fjárstuðníngr, þá getum vér hvorki né megum annað, en styðja þetta sendinefndarmál af fremsta megni, að minsta kosti svo, að það falli ekki alveg, og hvernig sem ræðst fyrir Danraörku í þessum viðskiptum hennar við þjóðverja. það er þá og verðr á ábyrgð þíngvalla- fundarins og landsmanna, ef þeir vilja engan fyrir- vara hafa í þessu máli, ef þeir vilja eigi með neinu móti vera við því búnir, að koma fyrir sig orði hversu ógæfusamlega sem allt kynni að ráðast með kjörog tilveru Danaríkis og hinua ýmsu landa, sem hafa lotið því, heldr »láta þar nótt sem nemr» og tefla svo á tvær hættur að ísland verði sett niðr einhverstaðar og einhverstaðar, eða verði framselt þeim sigrvegaranum eðr annari þjóð er beztbýðr, til þess að höggva með því sem mest skarð í stríðskostnað þann, er jþjóðverjar krefjast af Dönum. Búumst við hinu illa, hið góða skaðar ekki, það er margra alda spakmæli, en engum hefir það brugðizt sem því hefir sint. Vér viljum engan leik gjöra að neinum óþörfum kostnaði né heldr leggja til að landar vorir baki sér hann fyrir gýg, eða tilgángs og tilefnislaust og útí bláinn. Yér viljum og alls ekki, að leikr sé gjör að sendinefnd þeirri sem hér ræðir um. Hafi Dönum nú, er næsta póstskip kemr, auðnazt fullr friðr við féndr sína og fái þeir að halda öllum ríkisforráðum sínum, enda þótt það verði með nokkrum takmörkum, látum þá svo vera að sendinefndinni verði slept öðruvísi, en að hún færi þá ávadfiið stiptamtmanni, til þess að hann beri það fram fyrir konúng. En hitt virðist oss eigi að eins nauðsynlegt, heldr einnig, ef til vill, eindregið þjóðmál og velferðar- mál vort, að þíngvallafundrinn gjöri nú allan við- búnað og ráðstöfun, til þess að sendinefnd geti myndazt og orðið til taks, þegar gufuskipsferðin verðr næst, ef þærfregnir bærist þá, sem fundrinn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.