Þjóðólfur - 12.08.1864, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.08.1864, Blaðsíða 4
— 160 — árum Jiðnum cðr Í874, þvi þá eru 1000 ár liðin frá því Ingólfr fór alfarinn til íslands, og tók sér þar bólfestu 874 árum eptir Krists burð. Nú liggr þá fyrir að hugleiða, hvernig menn réttast og hæfilegast sýni minníngu Ingólfs og byggíngu lands þessa þann veg og virðíng, að seinni alda mennhér á landi og aðrar þjóðir sjái, að Íslendíngar á þessari öld hafl haft rétta til- fmníngu fyrir sóma ættjarðar sinnar og áhuga og framkvæmd til að sýna hana í verkinu. J>að er brýn nauðsyn fyrir þjóðerni vort, að vér á alda- mótum þessara þúsund ára minnumst Ingólfs, og finst oss það verði að gjörast með tvennu móti: bókfrœðilega og ípróttlega. Yér viljum þá fyrst snúa oss að hinu íþrótt- lega, því allt þesskonar er svo ókunnugt hér á landi. Ritin eru að vísu góð, en þó eru þau ekki einhlít til minníngar um svo hátíðlegan og mikil- vægan viðburð, sem hið fyrsta landnám er fyrir landsmenn, og um vorn fyrsta og frægasta land- námsmann. Vér verðum að sýna einhvern lit á að reisa honum minnisvarða, eins og svo alment hefir tíðkazt og enn tíðkast með eldri og ýngri siðuðum þjóðum, og er þá fyrst að íhuga, hvernig og hvar hann á að vera. Yér viljum þá fyrst snúa oss að því, hvar hann á að vera, og virðist oss þá svarið liggja beint við: þar sem forlögin vísuðu íngólfi á bústað, eðr með öðrum orðum, þar sem öndvegissúlur hans rak á land að Arnar- hóli. J>að rnunu flestir verða því samdóma, að það sé hinn eini rétt tilkjörni staðr; því hvar er tilhlýðilegra að minnisvarði hans standi en á þeirri hæð við hans lögheimili, þar sem flestir útlendir menn koma að votta virðíngu sína fyrir minníngu hans ásamt oss? Menn eiga því hið allrabráðasta að fá handa landinu efstu nybbuna af Arnarhól til þessa fyrirtækis og einnig gángstig niðr að sjó, sem þarf að umgirða. J>etta þarf að gjöra sem fyrst, því annars geta menn búizt við, að sá staðr verði tekinn til einhvers annars. f>ar næst eiga menn að gángast fyrir samskotum um allt land fyrir nef hvert, eins og Íslendíngar gjörðu forðum, þegar þeir létu velja sér vorn fræga þíngstað. J>etta gjörðu Forngrikkir, þegar þeir gjörðu stærstu myndir sínar og byggíngar, og þykir þetta bæði að fornu og nýu einkar sómasamleg aðferð. Nú er varla að gjöra ráð fyrir þvi, að þessi samskot gángi svo greitt, að menn þegar gæti tekið að reisa minnisvarðann, og því ætti menn til bráðabyrgðar að reisa upp stein á Arnarhóli, og láta slétta kríngum sjálfa hæðina og laga hana til, en setja síðan hitt samskotaféð á vöxtu jafn- óðum og það kemr inn, þángað til það er orðið nógu mikið til þess, að menn geti fengið búið til líkneski íngólfs steypt úr málmi. Yér gátum þess þegar í öndverðu, að það hefði dregizt helzt til lengi, að nokkuð væri gjört til minníngar um Ingólf og Islands byggíngu, en því meiri ástæða er fyrir oss, sem lifum á þessari öld, að láta ekki svo þúsundasta árið fram hjá líða frá byggíngu föðurlands vors, að vér ekki sýnum viðleitni til að bæta úr þessari sorglegú deyfð og gleymsku liðnu aldanna, því þá gætu eptirkomendr vorir sannarlega legið oss á hálsi. Hér er allt undir því komið, að landslýðrinn sjái sinn eiginn sóma og gefi af frjálsum vilja, lítið þeir sem lítið mega, en meira þeir sem meira mega, allir sinn skerf, eða allir nokkuð, en leiti eigi eingaungu til stjórnarinnar og heldri manna, því aldrei getr það átt eins illa við og ( þessu máli, því þjóðin verðr að sjá það, að skilyrðið fyrir því, að hún hafl sem mestan sóma af framkvæmd þessa fyrirtækis, er það, að hún sjálf vinni sem mest og bezt að þvf samhuga og af alefli. Hér er því fyrir hendi gott tækifæri fyrir Islendínga tii að sýna, að þeir geti komið fram sem þjóðfélag, er heflr þann sameigin- lega áhuga, að gæta sæmdar sinnar. Vér erum vissir um, að hver dugandi útlendr maðr, sem stígr fæti sínum á Arnarhól, mundi roðna fyrir vora hönd, af að sjá þar ekkert minníngar- merki, ef hann vissi, hve merkilegt þetta örnefni er í sögu landsins. En hér koma nú árlega svo margir ferðamenn sem stíga fæti sínum á þenna stað, og munu þeir ekki lengi þess duldir, hve merkr hann er í sögu landsins, og ættim vér eigi að láta þá verða fyrri til að minna oss á skyldu vora. En hvað munu þessir hinir útlendu menn liugsa, þegar þeir sjá og íhuga, að þessi staðr liggr rétt við eða öllu fremr í þeim höfuðbæ lands- ins, sem er af náttúrunni bezt kjörinn til að vera liöfuðbær fiestra hlutra vegna, og sem um leið mun hafa það fram yfir höfuðstaði flestra ann- ara landa í veröldunni, að hann líka er hið elzta höfuðból landsins og hið elzta fasta lögheimili? |>að virðist nú reyndar, að að margir Íslendíngar hafi gleymt þessu, en þó viðrkennir skáldið Eggert Ólafsson það fullkomlega í Mánamálum. Sumir hinir aðrir hafa aptr látið þar við lenda, að tína til ránghermt og rétthermt um Reykjavík er miðr máfara, þarsem þó allir ættjarðarvinir ætti að kapp- kosta, að hún geti haldið fullum sóma sínum sem íngólfsbær.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.