Þjóðólfur - 22.11.1865, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.11.1865, Blaðsíða 3
Viðvíkjandi laxa- og silungsveiði, voru til sýnis fjölda mörg veiðarfæri, bæði þeir aunglar sem ný- lega eru nefndir, net, háfar, kistur, o. fl. en l'lest af þeim útbúnaði virtist okkr líkt því sem brúkað er bjá okkr þar sem sú veiði er stunduð. í Norvegi var fyrir fám árum komin sú ó- regla á laxveiðina að hún átti víða skamt eptir að eyðileggjast algjörlega. jþeir stokklögðu yfir ár og læki og kepptust hver við annan aö veiða sem mest þeir gátu á öllum tímum ársins. f>egar í þetta óefni var komið. að veiðin var víða næstum eyðilögð, þá var gefið út lagaboð 23. Maí 1863 sem friðhelgar lax í ötlurn vötnum ám og lækum tímann frá 14. September til 14. Febrúar hvert ár; og fyrir utan þenna tiltekna tíma er liverjum manni bannað að hafa nokkurt veiðarfæri fyrir lax eða silúng í veiðivötnum frá því kl. 6 e. m. á laugardögum til kl. 6 e. m. á sunnudögum, og er þannig öil veiði friðuð 24 kl. tíma í iiverri viku, svo allr vatnafiskr geti hindrunarlaust gengið svo lángt uppeptir landinu sem hann vill. Fyrnefnt lagaboð bannar einnig að brúka netin smáriðnari en að hver möskvi sé 2V4 þuml. milli hnúta eðr 9 þumlúngar allt í«kríngi svo allr smærri fiskr geti sloppið í gegnum nelin. Síðan þessi friðun kom á laxinn (segja Norðmenn) hefir veiðin tvöfaldazt og sumstaðar þrefaldazt við það sem hún var áðr. Síldarveiðin er í Norvegi stunduð af aleffi og færir landsmönnum fjarska mikinn arð, og telja Norðmenn það víst, að hjá oss mætti stunda þá veiði til mikilla gagnsmuna. |>að er bæði sú síld, sem í Norvegi kallast vorsíld, og líka sumarsíld sem hjá oss er að finna. [>eir veiða síldina í lag- net þar sem djúpt er og lángt frá landi, en á- dráttarnetin brúka þeir við grunnið og álíta þeir, að sama aðferð geti þénað hjá oss. Síldarbátar Norðmanna eru lleslir með gafli að aptan; í gafl- inum er sívalt kefli yflr um þveran bátinn, sem snýst á ás, þvi netin eru lögð út úr aptrenda báts- ins og látin renna á keflinu svo eru þau dreginn inn upp á sama máta. Síldin er í Norvegi og víðar álitin ein hin bezta 0g útgengilegasta verz.1- unarvara, og sáum við það þar, sem á hverjum degi var selt meira og minna af fiski í Björgvin, að alltaf var eplirsóknin mcst, þar scm síldin var á boðstólum. Fyrir eina tunnu af velverkaðri síld er vanalega gcfið 8—9 rd. II. V e r k u n á v ö r u er í Norvegi að sumu leiti wfiUn vandaðri en hjá oss, en einkum er það lýsi s- bræðslan sem i þessn er eptirtökuverðust. Af þessu lýsi — sem brúkað er til læknínga — voru margar tegundir til sýnis, en yfirhöfuð skiptist það í tvent: ljóst lýsi, það var eins tært og vatn og fanst af því hvorki bragð né lykt, og brúnt lýsi, það var næstum svart á lit, en eins þunt og vatn, og af því gat maðr fundið lítilsháttar lykt og nokk- urt bragð. Af svona tilreiddu lýsi er vanalegt að selja hvern pott (eðr 4 pela) af vandaðasta meðala- lýsinu á 64 sk. Carl H. Erichsen frá Kristjansund gaf oss skrif- lega npplýsíngu um lifrarbræðsluna, eptir þeirri aðferð sem hann hefir sjálfr brúkað, og er hún þannig: Lifrin sé fyrst þvegin vel í hreinu köldu vatni og lögð á trégrind svo vatnið renni vel úr henni, síðan sé skorið úr henni alt sem gallsprengt er eðr gallslitr á; þvínæst er lifrin skorin í smástykki áðr eðr umleið og hún er látin í pottinn. þegar hún byrjar að bráðna sé hrært vel í henni og þau hin stærri stykkin kreyst í sundr. með höndunum. þegnr maðr svo hefir fengið 50° (mælistiga) hita, verðr að hella litlu af köldu vatni í undirketilinn (nefnil. millum pottanna) til að mínka suðuna, og hætta þá að hræra i, svo lifrin geti sezt til áðren byrjað er að fleyta lýsinu ofanaf. þegar þá er búið að fleyta lýsið ofanaf og komið er niðrað kjórnum eðr grútnum sem á botninn hefir sezt, verðr að hræra því vel upp, setja svo pottinn yfir liægan eld, kemr þá meira lýsi upp; þetta má í- trekast 2 eða 3 sinnum. þegar byrjað er að fleyta lýsinu ofanaf, er helzt liöfð kyrna úr blikki lil að láta það í; yfir kyrnuna er þá lagðr dúkr úr þykku vaðmáli (þæfðu) sem lýsið síast gegn- um; þegar það síðan e,r látið í tunnur, er höfð blikktregt og grind úr stólþræði ofan yfir henni, á þá grind er útbreidd kembd bómull (má eins vera sauðarull) eða þykkr og þéttr ullar- dúkr, og þar ofan yfir er enn lögð plata úr tré með smágötum. [>egar lýsið hefir brotið sig á tunnunum í 3 vikur eða lengr, þá er það síað aptr á sama hátt og áðr, og verðr það að gjörast í lieitu eðr lilýu herbergi. [>ess ber vandlega að gæta, að öll verkfæri og áhöld sé vel þvegin úr lút eðr sóda og þar eptir úr hreinu vatni í hvort skipti sem þau eru brúkuð, því annars fyllast þau óhreiuinda skorpu; einnig er það áríðandi, að lifrin sé brædd sem nýust að verðr og aldeilis ekki eldri en þriggja dægra gömul, sé hún eldri verðr lýsið ekki eins og það á að vera.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.