Þjóðólfur - 16.03.1869, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 16.03.1869, Blaðsíða 5
- 81 af hæfilega stóran klefa handa því á framlopti kirkj- unnar, enda hafa stiptsyfirvöldin gefið leyfi og lof til þess; en til þess, að slíku verði framgengt, þarf meira en annað eins fé og það, sem nú er fengið (47 rd.), eptir áætlun, sem vér höfum fengið frá áreiðanlegum trésmið. f»ótt ætla mætti, að tvö hin nefndu þjóðsöfn landsins, sem bæði eru eiginleg eign þess, kynni á sínum tíma að geta fengið húsrúm í hinu fyrir- hugaða alþingishúsi, þá veit engi enn, livað því fyrirtæki hefir skilað eða skilar áfram, enda þótt alþingi 1869 setti nefnd í málið, til að gefa út boðsbréf og gangast fyrir samskotum til þess; en við þvi þykir oss þó næsta hætt, að verði engum landsmanna né öðrum sýnt fornpripasafnið, og það liggi svona læst niðr í hirzlur, þangað til alþingis- húsið er komið upp, að þá muni sá áhugi, sem nú sýnist vaknaðr á því máli, verða sofnaðr, ef eigi sálaðr með öllu, og er þá illa farið um það safn, sem landsmenn sjálfir hafa látið sér ant um að efla, og gefið marga merka gripi, og einnig rétt hjálparhönd með peningatillögum. Vér verð- um því að telja hina mestu nauðsyn, að lands- menn rói að því öllum árum, að húsnæði fáist fyrst um sinn þiljað af handa því á kirkjuloptinu, og það þegar á komanda sumri; enda þætti oss eigi mega minna vera, en að stjórnin legði til þessa þjóðlega fyrirtækis sinn skerf, svo að hús- rúm þetta fengist fullgjört. Vér játum reyndar, að í þessu ári »dregr vesalan fisið flest», og vor- kennum, þótt almenningr leggi eigi fé að mörk- um til safnsins í þetta sinn; enda þótt á hinn bóginn megi segja: «mikið má, ef vel vill«. — FUNDRINN í REYKJAVÍK 24. DAG FE- BRIJARM. Vér gátum þess í síðasta blaði »þjóð- ólfs», að fundr sá, er þingmaðr Gullbringu- og Iíjósarsýslu, herra organsleikari P. Guðjohnsen,bauð kjósendum sínum til, til að ræða um, hvað til bragðs skyldi taka út úr tilskipun 10. d. ágústm. í sumar, um gjaldið til læknasjóðsins, var haldinn 24. dag f. m. hér í Reykjavík. Vér höfum reyndareigi fengið neina skýrslu um fund þennan eða aðgjörðir hans fráfundarstjóranum, enda þótt oss hafi sagt verið, að honum hafi verið falið á hendr, að skýra frá hon- um í blöðunum, og einkum í «þjóðólfi», og verð- um því að skýra frá fundi þessum eptir því, sem aðrir þeir hafa skýrt oss frá, sem á fundinum voru. Á fundi þessum munu hafa verið alls um 20 manns, og voru af þeim 3 af Vatnsleysuströnd, 1 úr Ilafn- arfirði, 3 eða 4 úr Seltjarnarneshreppi, og þá hinir úr Reykjavík. Reyndar náði hið upphaflega fund- arboð eigi til Reykvíkinga, en nokkrum dögum fyrir fundinn hafði þingmaðr Reykvíkinga spurt sig fyrir hjá herra Guðjohnsen, hvort Reykvíkingum væri heimilt að sækja fundinn, og hafði hann sagt honum, að það væri þeim heimilt. En þetta leyfi fengu Reykvíkingar svo seint að vita, að þeir gátu engan undirbúning haft til fundarins, eða rættum það sín á milli, hvað tiltækílegast mundi í þessu máli, með því að þeir eigi vissu, hvort þeir mætti sækja fund þennan eða eigi. Fundarmenn þessir munu allir hafa verið samdóma um það, að tilsk. 10. d. ágústm. 1868 væri í alla staði óhagkvæm, og gjaldið, sem eptir henni ætti að greiða affiski- afla, svo fjarskalega hátt, að greiðendr gæti eigi undir þvi risið. Fnndarmenn voru því einhuga á því: 1. Að senda næsta alþingi bænarskrá um, að löggjöf þessi yrði þegar aptr úr gildi feld. Við umræður fundarmanna um þetta mál munu ýmsar uppástungur hafa gjörðar verið um það, hversu gjaldið mundi hentugast á lagt, en sú varð þó niðrstaðan, að beiðast þess : 2. Að læknasjöðsgjaldið yrði lagt á landsmenn alla, eða með öðrum orðura, að á yrði lagðr nef- skattr, eða þá á einhvern þann hátt, að lands- menn tæki allir þátt í skatti þessum; en fengist það eigi, þá lægi næst, 3* Vð gjaldið yrði lagt á eptir ákveðnum mæli- kvarða á hlutatöluna á skipunum yfir land alt; og fengist þetta heldr eigi, 4. Að þá yrði gjaldið lagt á skipin, eins og gjört var í frumvarpi því, sem stjórnin lagði fyrir alþingi 1867. þótt þessi yrði niðrstaðan, þá munu þó fund- armenn eigi hafa verið einhuga um neina þessa uppástungu. Engi getr neitað því, að mál þetta er mikilsvarðandi bæði fyrir læknasjóðinn, að gjaldið verði sem drjúgast, og líka fyrir greiðendr, að gjaldið verði eigi of þungbært, og haganlega á lagt. Vér höfum enn eigi sjálfir rætt neitt um mál þetta í blaði voru; og með því að líkindi eru til, að mál þetta sé eigi með öllu útkljáð enn, og ís- lendingar eigi geti unað við tilsk. 10. Ágúst 1868, viljum vér gjöra fáeinar athugasemdir um það, ef þær kynni að verða til þess, að skýra málið nokk- uð fyrir landsmönnum, og leiðbeina þeim í því, . hvað hentast muni í þessu efni. Vér erum höfundum greinar þeirrar, sem stendr í 21. ári «þjóðólfs» 3.-4. blaði um lög- gjöf þessa, samdóma í því, að tilsk. 10. Ágúst 1868 er í öllu óhagkvæm, og að gjaldið er svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.